Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 54
eimreiðin
Geysir. Eftir Böðvar Bjarkan
Hvað dunar svo þungt? Það er Geysir; hann gýs,
i gröf sinni vaknar og fjötrana slítur!
Hans kviksetti andi í öldum rís
og upp gegnum klettana vegi sér brýtur.
Hann flæðir, hann æðir, og hærra hefst.
Upp í himininn blá stígur fossandi elfur,
þar freyðandi, seiðandi sólgliti vefst
og sundruð í blikandi ljósöldum skelfur.
Sjá, holskeflur hvítar við blámóðu her,
þær blika eins og perlur í glampandi logum.
Og litregn af kvikandi ljósbroti fer
eins og leiftur um úðann, í sindrandi bogum.
I andköfum heitum er eimslæðum fleygt
yfir ólgandi hrannir og hragelda-sveiminn,
en af sóldruknum hlæ þeirra földum er feylvt,
svo þeir flaksast og hverfa lit í vorljósa-geiminn.
Þú sólfædda harn, sem af hulinni hönd
frá himnum er vaggað á Ijósvakans bárum!
Jiirð! ert þú vegmóð? Hví varparðu önd?
Hvað veldur svo höfgum og brennandi tárum?
Var andvarpið bæn, sem frá brjósti þér steig
og brýst upp til himins og Ijóssins sala;
var það draumur þíns anda í einveru-geig,
sem í átthaga-Ieit vildi heimþránni svala?
Ég beygi mín kné og ég hið með þér.
Láttu bæn mína vaka í kraft-öldum þínum.
í glitperlu-úðanum burt hana ber,
eitt hlikandi tár, þrungið söknuði mínum.
Það leitandi svífur um Ijós-vegu blá,
unz lindina finnur, þann ós minna drauma,
sem einn getur svalað instu þrá,
— eilífi guð, þína lifandi strauma.