Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 47
e>MHEIÐIN
NORÐANGARRI
279
heini, í fangið á Sigga og sagði: „Elskar þú mig, Siggi ininn?“
Siggi var himinlifandi, og svoleiðis eignuðust þau fyrsta barnið.
^orðangarri vissi, að eiginlega átti hann krakkann, og þegar svo
ijölgaði meira, og enginn skeytti neitt um hans hjálp, þá leiddist
honum heimska og skilningsleysi mannanna á náttúruöflun-
Uln> sem þeir þó lifðu snman við daglega, og hann settist upp á
Skarðsheiði og var hryggur og reiður.
Sat hann lengi þar og var ógurlegur ásýndum. Karlarnir, sem
stóðu við hjallana, sögðu: ,,Nú lízt mér ekki á blikuna." Kerl-
lngarnar litu mæðulega á bólstrana, sem náðu til himins, og
sögðu: „Skyldu Rauðliðar aldrei ljúka við hitaveituna?“ En
Norðangarri teygði sig hærra og hærra, unz hann sá til Græn-
lands. Þar hafði hann krakka sína. Ivallaði hann á þá, og einu
s>nni i júni, þegar Reykjavík vaknaði, var öll höfnin full af
ls- Lék Norðangarri sér að því að ýta á eftir jökunum og
skók sig og hló, er hann kom skriði á þá. Fylti hann allan
fjörðinn og höfnina og settist upp á Skarðsheiði og leit yfir
hópinn og var glaður. En fólkið, sem aldrei skilur, að náttúru-
°L eru líka ættrækin, hristu höfuðið og sögðu: „Skárra er nú
tarna!“
Vetur.
(Áðnr óprentað).
Eftir Ólinu Andrcsdóltur.
Vetur faldar fjallið blátt
fanna kalda serki.
Gríma aldin heldur hátt
húmsins skjaldarmerki.
Frostin stiga fast á völl,
ferli viga heyja.
Blómin síga undan öll,
út af hníga og deyja.