Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 44
276 NORÐAXGARRI bimreiðin an honum. Vildi hann í'yrst ekkert hafa með hana að gera, hélt, að hún væri að skensa sig og storka sér með þessu, en svo fór karlmannseðli hans að ýfast, og fór hann nú að dufla við Sig- rúnu. Þegar Sigrún fór svona í fangið á honum, hafði Norðan- garri gaman að því að þrýsta sér fast að brjóstum hennar, og stundum hvíldi hann lengi á lendum hennar og blés sig upp- Litla Sigrún hló bara að þessum látum hans, og þegar henni fanst nóg komið, hljóp hún fyrir hornið á Dúsbúð og Norðan- garri á eftir, og seildist hann þá gjarnan upp eftir fótum Sig- rúnar og stundum lengra. Þá roðnaði Sigrún og æpti upp, opn- aði dyrnar á húsi sinu og skelti hurðinni í nefið á Norðangarra. Þessu reiddist Norðangarri ógurlega. Hann stanzaði eitt augnablik, síðan þaut hann handóður á húsin, reif þakjárn og tunnur og þeytti þeim með voða-krafti út um alt. Fleygði sér á tjörnina og skóf hana, öslaði vatninu vfir hólmann ineð þeim krafti, að kríurnar flugu skammandi hátt á loft. Svo mundi hann eftir bátnum á Skerjafirði og æpti: „Mér er sama um alt kvenfólk. Nú skaltu fá það.“ En báturinn var kominn að landi og lá vel geymdur í nausti sínu og hreyfði sig ekki hvernig sem Norðangarri lét. Á augabragði var Norðangarri kominn út á Reykjanes. Var hann nú óður. Þegar á hraunið kom, sá hann hvar jómfrú Blíðalogn lá á Atlantshafinu og tók sér sólbað. Jómfrú Blíðalogn var frænka Norðangarra, en þau höfðu aldrei mæzt. Hún lá oft á hafinu og tók sólbað. Hár hennar var gullið, og höfðu sólargeislarnir tekið hana á snyrtistofu sina og litað hárið hið prýðilegasta. Þegar bezt var, náði hárið á Blíðalogni alla leið til sólar, einkanlega þegar sólin fór í háttinn. Milli Sól- ar og Blíðalogns var mikill kunningsskapur, og gerði Sól henni margan greiðann, eins og þegar Áttirnar vildu ösla á haf- inu, ]iá gerði Sól henni viðvart, og var það á þann hátt, að hún hafði viftu, sem hún hrá fyrir andlit sér, þegar von var á þeim, og hét viftan Blika. — Nú víkur sögunni að Norðangarra. Hann er kominn á Reykjaneshraunið og sér Blíðalogn. Hafði hann oft girnst að ná í hana og hugsar sér nú gott til glóðar- innar. Þegar kemur á mitt hraunið, hægir hann á sér og ætlar að læðast að ttlíðalogni. En Sól tekur þá blikuna rétt sein snöggvast, og sér Blíðalogn það og lítur upp og sér til Norðan- garra. Blíðalogni hafði aldrei litist á hann. Hún reisir sig Þvl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.