Eimreiðin - 01.07.1937, Page 44
276
NORÐAXGARRI
bimreiðin
an honum. Vildi hann í'yrst ekkert hafa með hana að gera, hélt,
að hún væri að skensa sig og storka sér með þessu, en svo fór
karlmannseðli hans að ýfast, og fór hann nú að dufla við Sig-
rúnu. Þegar Sigrún fór svona í fangið á honum, hafði Norðan-
garri gaman að því að þrýsta sér fast að brjóstum hennar, og
stundum hvíldi hann lengi á lendum hennar og blés sig upp-
Litla Sigrún hló bara að þessum látum hans, og þegar henni
fanst nóg komið, hljóp hún fyrir hornið á Dúsbúð og Norðan-
garri á eftir, og seildist hann þá gjarnan upp eftir fótum Sig-
rúnar og stundum lengra. Þá roðnaði Sigrún og æpti upp, opn-
aði dyrnar á húsi sinu og skelti hurðinni í nefið á Norðangarra.
Þessu reiddist Norðangarri ógurlega. Hann stanzaði eitt
augnablik, síðan þaut hann handóður á húsin, reif þakjárn og
tunnur og þeytti þeim með voða-krafti út um alt. Fleygði sér á
tjörnina og skóf hana, öslaði vatninu vfir hólmann ineð þeim
krafti, að kríurnar flugu skammandi hátt á loft. Svo mundi
hann eftir bátnum á Skerjafirði og æpti: „Mér er sama um alt
kvenfólk. Nú skaltu fá það.“ En báturinn var kominn að landi
og lá vel geymdur í nausti sínu og hreyfði sig ekki hvernig sem
Norðangarri lét. Á augabragði var Norðangarri kominn út á
Reykjanes. Var hann nú óður. Þegar á hraunið kom, sá hann
hvar jómfrú Blíðalogn lá á Atlantshafinu og tók sér sólbað.
Jómfrú Blíðalogn var frænka Norðangarra, en þau höfðu aldrei
mæzt. Hún lá oft á hafinu og tók sólbað. Hár hennar var gullið,
og höfðu sólargeislarnir tekið hana á snyrtistofu sina og litað
hárið hið prýðilegasta. Þegar bezt var, náði hárið á Blíðalogni
alla leið til sólar, einkanlega þegar sólin fór í háttinn. Milli Sól-
ar og Blíðalogns var mikill kunningsskapur, og gerði Sól
henni margan greiðann, eins og þegar Áttirnar vildu ösla á haf-
inu, ]iá gerði Sól henni viðvart, og var það á þann hátt, að
hún hafði viftu, sem hún hrá fyrir andlit sér, þegar von var á
þeim, og hét viftan Blika. — Nú víkur sögunni að Norðangarra.
Hann er kominn á Reykjaneshraunið og sér Blíðalogn. Hafði
hann oft girnst að ná í hana og hugsar sér nú gott til glóðar-
innar. Þegar kemur á mitt hraunið, hægir hann á sér og ætlar
að læðast að ttlíðalogni. En Sól tekur þá blikuna rétt sein
snöggvast, og sér Blíðalogn það og lítur upp og sér til Norðan-
garra. Blíðalogni hafði aldrei litist á hann. Hún reisir sig Þvl