Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 22
254
VÉR VERÐUM AÐ ÚTRÝMA STYRJÖLDUM
EIMREIÐIN
lifað heiraa fyrir vegna offjölgunar, svo sem á sér stað í Pól-
landi og fleiri löndum. Ég er orðinn þreyttur á að hlusta á
orðið „offramleiðsla“. Því þó að framleiðslumagnið hafi aukist
gifurlega i hlutfalli við vinnukraftinn, þá vita allir að mark-
aðsmöguleikarnir eru ennþá afarmildir í svo að segja öllum
löndum, t. d. Bretlandi, Bandarikjunum, Rússlandi og Evrópu
yfirleitt. Og enn gífurlegri vöruskortur er nú á dögum í Kína,
Indlandi og sumstaðar í Afríku, þó að þess sjáist sjaldnast
getið.
Það er engin ástseða til að tala um offramleiðslu, meðan
miljónir manna deyja árlega úr hungri, drepsóttum og annari
óáran. Ég hafna algerlega þeirri kenningu hagfræðinga, að
ekki sé hægt að koma af stað „haldkvæmri eftirspurn“ á mörk-
uðum þeim, sem ég hef nefnt. Rússneska stjórnin hefur ger-
breytt viðskiftalífinu í sínum mörgu og víðlendu þjóðlöndum,
hversu mikið sem menn kunna annars að hafa á móti stjórn-
arfyrirkomulagi hennar. Hægt en örugt batnar hagur fjöldans
og mundi batna enn meir, ef öll sú orka, hugvit og vinna, sem
nú fer í að auka vígbúnað og viðhalda honum, færi til frið-
samlegra umbótastarfa. Ef almenningur sameinaðist um það
að neyða stjórnir sínar til að verja tíma sinum og orku í að
finna leiðina út úr þessu öngþveiti vígbúnaðarins, til friðar
og samvinnu, þá mundi leiðin verða fundin.
Engin brezk stjórn né önnur, sem er kunnug ástandinu,
inyndi vilja taka á sig þá ábyrgð að hal'na tillögum um að
koma á viðskiftafriði í Mið-Evrópu, reyna að leysa úr kröfum
Pólverja um ný lönd handa þeim miljónum manna, sem er
ofaukið heima fyrir vegna skorts á landrými, eða hjálpa Þjóð-
verjum um nýlendur eða gera þeim á einhvern hátt fært uð
jafna viðskifti sín út á við, þannig að þeir gætu fengið þ*r
vörur, sem þeir þurfa, haftalaust í skiftum fyrir þær, sem
þeir sjálfir framleiða. Ég nefni sérstaklega Þýzkaland, en el'
ekki sannleikurinn sá, að öll Evrópa stynji undir viðskifta-
hömlum, sem orðnar eru til af þjóðrembingslegum útúrboru-
hætti, upp úr herðnaðarsamningum, tollabyrðum og höftum
allskonar, þar sem svo ofan á bætast þau óhemju útgjöld til
vigbúnaðar, sem engin þjóð ris undir til lengdar? Ég ge^