Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 93
EIMREIÐIN
ENN UM BERKLASÝKI Á ÍSLANDI
325
hafa þá líkamsbyggingu og þann blóðvökva,1) sem gerillinn
getur ekki i þrifist. Ég hef i þessu greinarkorni bent á nokkuð
af því, er að þessu getur stuðlað. En fleira kemur til greina,
svo sem þorska- og hákarlslýsi, sém eru hin ágætustu varnar-
Rieðöl. Guðmundur bóndi Friðjónsson kvartar yfir því, að ung-
lingum sé of mikið hlift við harðri vinnu; þess gerist líklega
el^lvi lengur þörf, hvorki á íslandi né hér. En það er margt ann-
að, sem getur orðið til að efla vöðva þeirra, svo að þeir verði
stórir og sterkir, svo sem skíða- og skautaferðir, fjallgöngur,
glimur, knattleikir o. fl. Sundi, sérstaklega í ltöldu ósöltu
vatni, vara ég við, nema lungu séu i bezta lagi.
En þrátt fyrir þessar leiðbeiningar, er það afar nauðsynlegt
að hafa lækna með í ráðum viðvíkjandi þessu sem öðru, sem
Hfi og heilsu við kemur. Þeir — ekki sérfræðingarnir né heilsu-
hælin — heldur almennu læknarnir, eru þeir einu menn, sem
útrýmt geta berklasýkinni. íslenzkir læknar kunna enn fleiri
ráð, ef þeir vilja nota þau, er komið geta að hinum beztu not-
llm, bæði við að afstýra berklasýkinni og við lækningu henn-
ar- Það er engin þörf á að vera eins svartsýnn eins og Sigur-
jón læknir Jónsson. Engin þörf á því, að meiri partur barna
heyi á fyrsta eða öðru ári. Langflest þeirra er hægt að ala upp
a þann hátt, að þau verði að sterkum, hraustum, berkla-
fríum borgurum.
Mannkynið hefur nú i hálfa öld, með blessaða læknana í
hi'oddi fylkingar, verið á svo hröðum hlaupum undan berkla-
sýkinni, að það hefur aldrei gefið sér tima til að stanza og gá
hvaða vopn það hefði við höndina til að berjast með. ís-
lenzkir læknar hafa ekkert leyfi til að apa eftir, hvorki í þessu
né öðru, heimsku og amlóðaskap annara þjóða. Miklu er þeim
ssernra að hætta nú hlaupunum, eins og Þorsteinn Síðu-Halls-
son eftir Brjáns bardaga gerði, og láta staðar numið. Svo mik-
hin skaða er berklasýkin búin að gera á siðasta mannsaldri,
að mál er að hugsa til hefnda. Sæmra og karlmannlegra er
bað en að halda áfram að fljóta aðgerðarlaus með fjöldanum
að feigðarósi.
M. B. Halldorson.
1) Sí<5an Robert Koeli fann berklagerilinn árið 1882 iiefur sinásjáii!
'’erið svo að segja eina vísindatækið, scm notað hefur verið til að auka
bckkingu á berklasýkinni. Allir góna á gerilinn og þann bildarleik, er
klóðkornin há við hann, en glcyma blóðvökvanum sjálfum, elixir lifsins,
sem mest alt er undir koinið. Enginn liefur enn rannsakað í livcrju hon-
um er ábótavant i berklasýkinni, og ]iað þykir sérvizlia að minnast á
unnað eins.