Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 26
ÆTTGENGI OG LÍFSSKILYRÐI eimreiðiN 258 útliti, en aðeins vöggugjafirnar, en ekki áhrif ólíkra kjara, erf- ist til niðjanna. Gengur þá lærdómur, siðir og aðrir áunnir eiginleikar að erfðum? Nei, þannig er það ekki. Börn vísinda- mannsins eiga jafnerfitt með að læra námsgrein hans eins og t. d. börn sjómannsins eða bóndans, ef þau hafa hlotið söniu gáfur að erfðum. Ef útlend hörn venjast íslenzku frá byrjun, læra þau hana jafnfljótt og islenzku börnin. Hitt er annað mál, að börnin venjast störfum foreldra sinna og leggja þess vegna oft stund á sama starf síðar. Hafi foreldrarnir valið lífsstarf, af því að þau voru sérstaklega vel hæf til þess að eðlisfari, þá gengur þessi hæfileiki, en ekki lærdómurinn sjálfur, að erfðuin til barnanna. Sumir halda því fram, að gera megi alla jafna með því að veita þeim söniu lífskjör. Þessu mótmælir erfða- fræðin algerlega. Engar tvær manneskjur eru nákvæmlega eins að eðlisfari, jafnvel ekki systkini (að undanteknum tvíburum úr sama eggi). Börnin verða þá heldur ekki eins, þrátt fyrir svipuð lífskjör, og svona gengur koll af kolli. Það er ómögu- legt að gera alla jafna. Fjölbreytnin í náttúrunni er mikil, hvert sem litið er. Orsakir brej’tileika tegundanna eru þrjár: 1. Áhrif lífsskil- yrða. 2. Breytingar, sem orsakast af kynæxlun. 3. Stökkbreyt- ing, sem er snögg arfgeng breyting, sem ekki á rót sína að rekja til kynæxlunar. Orsakir stökkbreytinga eru að mestu ókunnai'. 1. Áhrif lífsskilyrða. Þótt áhrif lífskjaranna séu ekki arfgeng, að áliti flestra vís- indamanna, þá hafa þau samt mikla þýðingu. Við áreynslu streymir meira blóð til vöðvanna en ella, og þeir fá þar nieð aukna næringu, vaxa og styrkjast. Þess vegna fá göngumeiin sterka fætur og smiðir sterka handleggi. En þessi smiðs- og göngumannakraftur gengur því aðeins að erfðum, að þessii' menn hafi verið burðamenn að eðlisfari. Sá máttur, sem þeir fengu við smíðarnar og göngulagið, fer í gröfina með þeim, að- eins erfðagjafirnar fylgja ættinni. Allir þekkja túnfífilinn. Ef hann er fluttur upp í fjall, breytist hann mjög, verður lágvax- inn, nærri stöngullaus og kafloðinn. En eðlisfarið breytist ekki við þetta. Sé hann aftur fluttur niður á láglendi, fær hann hið gamla vaxtarlag sitt aftur. Það fá lika niðjar hans, hvort sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.