Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 73
EIMREIOIN
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
305
uRa, og það hefur verið gróði en ekki tjón. „Með því að neyta
allra krafta til þess að gera þessar samkomur sem mest ment-
andi, með vönduðum fyrirlestrum og fjörugum kappræðum
Ulu guðfræðileg, söguleg, bókmentaleg, sócíöl og pólitisk efni;
Uleð gáfulegum upplestri, sem er rétt á takmörkum leik-
^þróttarinnar; með góðum söng og ágætum hljóðfæraslætti,
þar seni alþýðu manna oft hefur verið gefinn kostur á að heyra
þ'ð bezta, sem helztu tónskáldasnillingar veraldarinnar hafa
framleitt, hefur kirkjunni i Vesturheimi, —■ ég á þar við
þristna kirkju þar í landi í heild sinni, — tekist að fá stór-
^ostlega þýðingu fyrir alt hugsunar-, mentunar- og menningar-
þjóðarinnar, opna nýtt útsýni fyrir alþýðuna og beina
anægju hennar á æðri leið, að ég hygg, en títt er í nokkru öðru
landi. — Auðvitað er vestur-íslenzka kirkjan skamt komin
aleiðis i þessari grein í samanburði við systur sínar þar í landi.
^u hún hefur fyrirmyndina að keppa eftir, og hún gerir það
^ka eftir föngum.“
Auk þess er kirkjan öflugasti vörður hins íslenzka þjóð-
ernis vestra og vinnur með því ómetanlegt gagn, eigi aðeins
^ estur-, heldur einnig Austur-Islendingum, því hvaða gagn
kefðu þeir af hvarfi íslenzks þjóðernis? En Vestur-Islendingar
hera rómantíska ættjarðarást í brjósti, þeir elska gamla landið
eins og maður móður sína, af því að hún er móðir hans. Á
fyrstu frumbýlisárunum hvarf þessi ættjarðarást. Þá urðu þeir
að leggja niður íslenzk föt, íslenzk nöfn og íslenzkt mál, og
l)a skömmuðust þeir sín fyrir upprunann. En fyrir starf þeirra
keztu manna snörist þetta brátt við. Menn vildu ekki týna
sereðli sínu. Blöð, samkvæmis- og félagslif glæddu ást á tungu
°S Þjóðerni, og nú eru þeir staðráðnir í að halda þjóðerninu
i lengstu lög.
í lok fyrirlestursins ber Einar mönnum kveðjur Vestur-
íslendinga. „Og það er ein af minum heitustu óskum, ekki að-
eins að mér megi auðnast að skila sem flestum kveðjum milli
Áustur- og Vestur-íslendinga, heldur og að enginn verði til
þess að flytja annað en bróðurorð milli bræðranna austan
hafs og vestan.“
Það eru því hlýjar kveðjur og góðar óskir, sem Einar sendir
Áesturheimi og Vestur-Islendingum að lokum, enda mátti
20