Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 77
eimreiðin
MENNIRNIR OG STEINNINN
309
hugsunarleysi, tekið yður sæti á þessum steini, sem ég hafði
valið mér að hvildarstað löngu áður en þér fóruð að venja
komur yðar hingað.“
»Góðan daginn,“ sagði ég og stóð ekki upp. — Hann þagði
um stundarkorn og horfði á mig, eða öllu heldur steininn.
„Ég vildi mælast til þess,“ sagði hann loks mjög hátíðlega,
„að þér standið upp af þessum steini og veljið yður annað
sæti — og það helzt ekki mjög nálægt þessum stað.“
Ég gat ekki annað en brosað. „Ég skal segja yður nokkuð,“
sagði ég. „Ég hef legið hér á sjúkrahúsinu og verið skorinn
uPp. Ég er að ganga mér til hressingar og hvíldar, og þessi
steinn er einmitt sá langbezti steinn hér um slóðir.“
„Ég skal viðurkenna það,“ sagði hann, „að steinninn er
góður. En þér hljótið að sjá það, ungi maður, að ég hef fullan
rétt til steinsins, þar sem ég valdi hann handa mér löngu
aður en þér sáuð hann. Þér hljótið að viðurkenna það, þar
senr þér hafið séð mig hvíla mig á honum.“
„Það hafa sjálfsagt margir setið á steininum á undan yður,“
sagði ég, „og ég fæ ekki séð, að þér hafið meiri rétt til hans
eu ég. Er þér komið á undan mér hingað, hafið þér auðvitað
tnllan rétt á að sitja á steininum eins og ég hef, er ég kem
u undan yður.“
„Mig undrar hversu þér eruð ósanngjarn,“ sagði hann, „og
nrér liggur við að segja ókurteis. Þér eruð líklega utanbæjar-
maður, sem engan rétt hafið til þess að vera að rölta hér á
bæjarlóðinni og ræna sætum af borgurum þessa bæjar.“
„Það þykir mér nú dálítið skrítið,“ sagði ég og gat ekki
stilt mig um að hlæja. „Hvaða lög eru nú fyrir því, herra
minn?“
„Því miður engin,“ sagði hann og stundi við, „því miður
engin, nema hin óskrifuðu lög réttlætis og hæversku, sem þið,
ungu mennirnir, metið nú lítils. Þér hafið fengið slæmt
uppeldi.“
„Það held ég ekki,“ sagði ég. „Faðir minn er prestur og er
Vel látinn, og móðir mín hefur almenningsorð fyrir að vera
goð og stjórnsöm kona.“
„Ég er ekki að lasta íoreldra yðar,“ sagði hann þá. „Þau
§eta sjálfsagt ekki ráðið við þennan spilta og strákslega tíðar-