Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 105
EIMREIÐIN
337
HRIKALEG ÖRLÖG
°g án þess að henni vöknaði um augu: „í öllum heiminum
C1‘t þú, Gaspar, sá eini maður, sem ég hef elskað!“
Hann hreyfði höfuðið, og það færðist líf i augu hans.
■»Loksins,“ andvarpaði hann. Og hætti svo við ákafur: „En
það er þá satt ... er það satt?“
>,Eins satt og það, að í þessari veröld er hvorki náð né rétt-
Heti að finna,“ svaraði hún með ástríðuhita. Hún beygði sig
aH’eg ofan að andliti hans, og hann reyndi að lyfta höfðinu,
ei1 það mistókst, og þegar hún lcysti varir hans, var hann þeg-
ar nár, starði brostnum augum til himins, þar sem rósrauð
ský svifu hægt fyrir mildum blæ. Ég tók eítir, að barnið hafði
sofnað við brjóst móðurinnar, meðan þessu fór fram. Það
ia með lokuð augu í værum blundi.
Ekkja hins hugdjarfa jötuns, Gaspars Ruiz, gekk við hlið
111 ér burt frá líkinu án þess að fella tár. Við liöfðum smíðað
söðul handa henni, sem var líkastur stól, með skemli að fram-
an til að hvíla á fæturna. Fyrsta daginn, sem við vorum á
ferðalaginu, reið hún steinþegjandi og leit varla af barninu,
sem hún reiddi í fanginu. A fyrsta áningarstaðnum okkar sá
ég hana ganga með barnið fram og aftur um nóttina. Hún
Ví>ggaði því í fangi sér og horfði á það í tungsljósinu. Eftir
að við vorum aftur lögð af stað daginn eftir, spurði hún mig
hvenær við mvndum ná til fyrsta þorpsins í bygð.
Eg sagði að við myndum ná þangað um hádegi.
„Eru nokkrar konur þar?“ spurði hún.
Ég svaraði, að þetta væri stórt þorp og að þar væru bæði
Éonur og karlar, sem fagna myndu fréttunum um, að stríðið
°g allar óeyrðir væru nú á enda.
„Já, nú er all á enda,“ endurtók hún. Svo þagði hún um
hl'ið, en bætti svo við: „Senor liðsforingi, hvað ætlar stjórn-
111 yðar að gera við mig?“
„Það veit ég elcki, senora,“ svaraði ég. „En það verður
ai'eiðanlega farið vel með yður. Vér lýðveldissinnar erum
engir villimenn og hefnumst ekki á konum.“
Þegar hún heyrði orðið „lýðveldissinnar“ leit hún þeim
augum á mig, að mér fanst hatrið bála í þeim. En stundu
Seinna, er við urðum að láta múldýrin með farangurinn ganga
a undan eftir þröngu einstigi einu, sem lá á brún hengiflugs,