Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 10
242
Á HVAMMSHEIÐI
EIMREIÐIV
hvern tíma áður fyrir löngu — eða stuttu — og verði þar aftur
einhvern tíma seinna. Og hvað er langt og hvað stutt? Fjar-
lægð og nálægð? Hvað vitum við annað um það i rauninni en
það, að það er fóstur mannsandans? — Samt sem áður: þó að
þetta væri nú svo, að nýtt og gamalt væri eitt, eða hvað öðru
samtvinnað, ellegar alls ekki til — þá snertir alt okkur menn-
ina eins og tilbreyting; sífeld liíbreyting.
Nú í dag eru rúm 25 ár siðan ég fluttist hingað í Reykjadak
frá æskustöðvum. Ég er hér um bil hættur að ferðast; ferðast
helzt til Húsavíkur og aldrei öðruvísi en í bíl og eftir Reykja-
dalsbraut. Nú ferðast ég ekki eftir Hvammsheiði á hestbaki,
og sú tið, er ég gerði það, finst mér orðin æfalangt að baki.
Jafnvel lengra en sumt, er ég minnist úr æsku, frá því fyrir
50—60 árum. Það kemur mér stundum líkt fyrir sjónir og það
hefði skeð í gær. Vist er Hfið undarlegt. Of stutt fyrir hani-
ingjuna — og of langt fyrir óhamingjuna, langar mig til að
segja. Og þó eru þessar konur sama persónan — sem stunduin
snýr brjósti að og stundum baki. Eða er ekki svo?
Já, nú ferðast ég í bíl eftir Reykjadalsbraut til Húsavikur
og þaðan aftur heimleiðis. En fyrir 20 árum ferðaðist ég í kaup-
staðinn eftir Hvammsheiði, á hestbaki, og á sömu leið og á lík-
an hátt til baka. í bílnum er ég stundum einn með bílstjóran-
um og tala við hann um hitt og þetta; vanalega næstu tilburði-
Hann er nútímamaður, oftast augnabliksmaður; hefur hug-
ann fastan við bílinn og næstu viðburði. Stundum eru farþegar
fleiri en ég, sumir kunnugir, aðrir ókunnugir. En hvort sem
heldur er, snúast umræður venjulega einkum að fremur lítils-
verðum málefnum. Trúnaður um einkamál kemur ekki í Ijós,
né heldur það, sein djúphyggja er kallað og innsýn væri ef til
vill réttara að nefna. Út úr bílnum sér á allan hátt heldur lítið-
Og mér verður þá stundum að sakna Hvammsheiðar og
Hvammsheiðarferða. Sakna þeirrar náttúrufegurðar, sem hún
hefur að bjóða, einkum um bjartar júnínætur — og þess opin-
skáa trúnaðar, sem menn kunna stundum að veita, þegar fáir
eru saman, og sterk áhrif mikilfenglegrar, þögullar náttúru
stefna huganum inn á við. Ein slík stund á Hvammsheiði er
það, sem nú kallar mig til sín í liðinn tima. Viltu verða mér
samferða, lesari góður?