Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 32
264
ÆTTGENGI OG LÍFSSKILYRÐI
eimreiðin
erfðum, gerir það í raun og veru ekki. Um slíkar falserfðir
má margt segja. Ég' skal aðeins nefna nokkur dæmi. Oft er
talað um að ýmsir sjúkdómar gangi i ættir. Vanalega er hér
ekki um erl'ðir að ræða, heldur smitast afkvæmin af foreldr-
unum, annaðhvort þegar i líkama móðurinnar eða síðar, eftir
fæðinguna. Er þá oft hægt að verja börnin smitun með því að
taka þau frá móðurinni strax eftir fæðinguna.
Hvelju-tegund ein, Hydra viridis, er græn á lit, og þessi litur
gengur að erfðum kynslóð eftir kynslóð, að því er virðist. En
svo var farið að athuga þetta nánar, og þá kom óvæntur árang-
ur í ljós. Dýrið var alls ekki grænt í raun og veru, heldur staf-
aði græni Iiturinn af þörungum, sem lifðu utan á dýrinu. Þegar
egg mynduðust í dýrinu, settust þörungarnir strax að í eggj-
unum og fylgdu þannig hinu unga afkvæmi, og svo koll af
kolli. Skeljarnar og þaraþönglarnir, sem við finnum í fjörunni,
eru oft alþakin hrúðurköllum og ýmsum fleiri dýrum, sem
gera þau flekkótt að lit, og dýrin eru rösk við að fylgja með
og komast á ungu kynslóðina, en erfðir eru þetta ekki.
Alkunnugt er, að börn velja sér mjög oft sama Hfsstarf og
foreldrarnir aðeins af því, að þau ha.fa vanist þessum störfum
í æsku. Ýmsar venjur haldast líka við af sömu ástæðu, án þess
að um erfðir sé að ræða. Tilraunir, sem gerðar hafa verið með
dýr, benda í sömu átt. T. d. voru gerðar tilraunir með smá nag-
dýr, sem kallast marsvín. Mænan í þeim var skemd viljandi.
Dýrin urðu veikluð og tóku meðal annars upp á því að naga á
sér tærnar. Afkvæmi þeirra gerðu þetta líka, og menn héldu,
að þessi óvani gengi að erfðum. Seinna sannaðist, að svo var
þó ekki. Það kom nefnilega í ljós, að dýrin nöguðu ekki ein-
ungis sínar eigin tær, heldur lika tær unga sinna, og ungu dýrin
lærðu þannig þennan ósið af foreldruin sínum. Það er líka
hægt að venja ýms dýr, t. d. mýs, við að þola allmikið eitur,
með því að gefa þeim lítið fyrst og smáauka svo við þær. Það,
sem merkilegast er í þessu efni, er það, að afkvæmi þessara
eiturhertu mæðra, þola lika eitrið vel og hetur en aðrar mýs.
Mönnum dettur ósjálfrátt í hug sagan gamla um Sigmund og
Sinfjötla, þar sem sagt er frá svipuðu. Tilraunir hafa sýnt, að
þetta eru ekki eiginlegar erfðir, heldur falserfðir. Mæðurnar,
sem vandar voru við eitrið, mynduðu gagneitur í líkamaxium,