Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 72
304
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
EIMREIÐIS
nóvember um haustið flutti hann fyrirlestur í Reykjavík uni
Vestur-íslendinga.1)
I þessum fyrirlestri lítur hann landana vestan hafs nokkuð
öðrum augum en hann hafði stundum gert, meðan hann var
sjálfur einn af þeim. Nú sér hann kosti þeirra í skarpara
ljósi, af því hann getur borið þá saman við landana heima.
Hann sér hve þeir hafa mannast og efnast, tekið upp menni-
legri háttu í klæðaburði, mataræði og híbýlaprýði. í öllu þessu
standa þeir jafnfætis, ef ekki framar, efnamönnum í Reykja-
vík. íslenzkir þurfamenn þekkjast ekki vestra, því fari ein-
bver á hausinn, flytur hann bara vestur á sléttuna. í saman-
burði við þessa menn, sem lært hafa heimsmál og kynst heims-
menningu, eru Austur-íslendingar heimsk, heima alin börn.
Sem dæmi um hinn ólíka hugsunarhátt austan hafs og vestan
má nefna skólamálin. Vestan hafs njóta allir átta ára náms
i alþýðuskólum ríkisins, hér æpa menn hástöfum á háskóla
til að ala upp örfáa embættismenn. Vestra lesa menn ótrúlega
mikið og margt, blöð og góðar bækur. Þar hafa menn og borg-
aralegt jafnrétti, og er enginn fyrirlitinn fyrir vinnu sína,
eins og hér vill brenna við. Þá finst honum ekki minna um
vert hina innri menning þeirra. Þeir eru orðnir áhugamenn
um menningarmálefni og fastir við skoðanir sínar, — „þrátt
fyrir allar umkvartanir úr mér og öðrum um ófélagslyndi
þeirra“. Þeir taka sinn þátt í innlendum stjórnmálum eftir
beztu sannfæringu. En hvergi hafa þeir betur sýnt, hvað þeii'
vilja leggja í sölurnar fyrir menningu sína og sannfæringu en
í kirkjumálunum. Þeir reisa kirkjur, sækja kirkjuþing og
ræða þar dögum- saman um andleg mál, ineðan íslenzka sýn-
odan hefur ekki annað að gera en úthluta styrk til fáeinna
prestsekkna. Hér skilja ménn alls ekki hvernig stendur á
„kirkjuþrefinu“ vestra.
Ástæðan er vitanlega sú, að kirkjan þar stendur á eigin
fótum, og verða því bæði söfnuðir og prestar að vinna henni
með fjárframlögum og útbreiðslu-starfsemi, ef hún á að lifa.
Því er það, að flestar skemtanir standa í sambandi við kirkj-
1) Vestur-íslendingar. Fyrirlestur eftir Einar Iljörleifsson. Reykjavík,
Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, 1895, 35 bls. Ritd. i Sunnanfara 1895, 5:
38—39, kafli um Vestur-ísl. og kirkjuna prentaður upp i Verði Ijós.