Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 24
256
BRÚÐURIN
EIMREIÐIN’
Lágróma alda á lognkyrru hafi,
loftskýjaveröld, er magnar og seiðir,
kastaðu hlægjandi hvítbylgjutrafi,
hverfið þið svartbólstrum ómælisleiðir.
Syngið þið sorg minni hljóminn,
sverðgný og fiugþyt í róminn,
svo veröld öll hlusti og vaki.
Fallandi lognbrim á vorbláum voguin,
vektu mér úthafsins hrannfreyddu trylling.
Hrynjið þið bylgjur í bláskaflasogum,
brotnið þið fyssandi straumkastsins hrylling.
I>á sigli ég djarfur á dauðans haf,
er dregur með tröllhrammi bátinn í kaf,
er sortnar mér síðasti skaflinn.
Þjótandi ioftandar leikið
laustauma víðernin svörtu.
Blóðrauðu báltungur sleikið
og brennið mannanna hjörtu.
Stormóða dýrð allrar veraldar vega,
vitfirta skelfing, brennið minn trega.
Blásið þið, stormar, betur og fastar í aflinn.
Hrafn Kolbeins.
Brúðurin.
í mánans heillandi mjúkofnu silfurbárum,
miðnæturdýrðinni beið ég hans, er kæmi til mín.
Olvuð af hamingju bar ég mitt brúðarlín,
blómofna mýkt í silkisins hrynjandi gárum.
Nú lesið þið líf mitt í augnanna örlagatárum,
einverumjrkri, seni dýpst í sál minni gín.
Dauði og Iíf, berið vörunum gleymskunnar vín,
svo vætli hatursins eitur úr hjarta míns sárum.
Volduga líf, þú, sem gafst mér af gjöfum þínum,
gleðina, fögnuðinn, ást hans og birtu þína:
Eg vil faðma hann á nj', þótt ég finni okkur hrapa, hrapa.
Alráði dauði, sem dróst hann úr faðmi mínum,
dimmasta myrkinu heltir í sálu mína:
Eg vil verjast á ný, þótt ég viti okkur tapa, tapa.
Hrafn Kolbeins.