Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 79
EIMREIÐIN
MENNIRNIR OG STEINNIN'N
311
þennan stein,“ sagði ég mjög alúðlega. „Ég hef valið mér hann
fyrir sæti á morgnana og tel mig hafa siðferðilegan rétt til
hans.“
Nú leit hann á mig, eins og hann yi'ði mín nú fyrst var, og
sá að hann þrútnaði dálítið í framan.
>,Óforskammaði ungi maður,“ sagði hann. „Má ég mælast
hl þess, að þér lofið mér að vera óáreittum.“
>,Nei,“ sagði ég. „Þér lofuðuð mér ekki að vera í friði hér
í gær, og ég ætla nú að sýna yður það, þótt ég sé yngri, að
é§ get kannske kent yður mannasiði, herra minn! Ég leyfi
niér að endurtaka beiðni mína um það, að þér látið mér stein-
inn eftir. Ég hef meiri rétt til hans en þér, því ég hef kom-
ist að því, eftir nákvæma útreikninga, að hann er 3% pundi
þyngri en þér sögðuð í gær, ef tekið er tillit til þess, að dálítil
laut er inn í botninn á honum, og svo hef ég mælt það, að
heiman að frá mér, þar sem ég bý og hingað, eru 986 faðmar,
e'n alin og------.“ Lengra komst ég ekki, því nú spratt hann
a fætur, blár í framan og másandi.
Ég verð að segja það, mér til afsökunar, að mér varð dá-
htið hverft við, og ég iðraðist þegar eftir að hafa verið að
erta hann. — Ég stóð þarna, hálfundrandi og horfði á hann.
En hann áttaði sig skjótt, dæsti og settist niður aftur.
>,Ég eyði ekki fleiri orðum við yður,“ sagði hann og leit
ehki á mig. •—•
Ég labbaði burtu og hálfsá eftir öllu saman. — —
Enn gekk ég suður á Mela næsta morgun. En nú greip ég
í tómt. Kunningi minn var þar ekki — og steinninn var horf-
inn. p>ar sem hann hafði legið var dálítil laut ofan í melinn,
talsvert traðk og kerru-hjólspor. Steinninn hafði verið fluttur
í burtu. —
hegar ég var að athuga þetta, kom til mín gamall grá-
skeggur, nefndi nafn mitt og spurði mig hvort ég væri sá, er
það héti. Afhenti hann mér svo hréf og gekk á braut.
Bréfið var svo hljóðandi:
»Þar eð ég gat ekki fengið yður til þess að viðurkenna ský-
lausan rétt minn til steins þess, er við báðir vildum nota fyrir
sæti, hef ég nú neytt þess að ég er okkar vitrari og látið færa
steininn burtu. Ég þori að fullvrða, áð hver dómstóll hefði