Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 57
EIMREIÐIN
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
289
Sjálfir eru Islendingar sneyddir allri nientun, og er það lak-
ast, að þeir líta í öllu upp til ensku-mælandi fólks, en halda
tlest ónýtt, sem kemur frá þeirra eigin mönnum. Menn skamm-
ast sín alment fyrir ætterni sitt og flýta sér að taka upp ensk
nófn. Sem dæmi um þekkingarstig landanna má taka það,
hversu þeir snerust við sögum þeim, er Einar var að þýða þeirn
t't skemtunar og fróðleiks í islenzku blöðunum.1)
Gainall maður í Winnipeg stórreiddist Einari, er hann varð
að segja honum, að Námar Salómons væri ekki sönn saga.
^kýr fróðleiksmaður setti ofau í við hann fyrir að þýða Lotka
eflir Paul Heyse i Heimskringlu. Og alþýða manna hélt, að
sniásaga eftir Dickens í Lögbergi væri sneið til sín. Smásögu
eUir Mark Twain töldu menn afleitan þvætting, en sömu menn
Veltust þó um i hlátri, er Einar las þeim söguna sjálfur. Af
lJví dró Einar þá ályktun, að landar hans væri yfirleitt illa
l;esir, og var nokkuð til í því. Hinu má þó ekki gleyma, að
hinar hefur alla daga verið betur læs en flestir samtíðarmenn
hans vestan hafs og austan. Listin að lesa upp virðist hafa
'erið honum í blóðið borin, og henni hefur hann að eigi
nll-litlu leyti átt að þakka vinsældir sinar sem ræðumaður,
tyrirlesari og upplesari á skemtisamkomum beggja megin
hafsins.
Svona var þá umhverfið, sem Einar átti að vinna í. En allir
tyrirlestrar hans og blaðagreinir bera þess vott, að hann hefur
viljað hefja landa sína til hærra menningarstigs, menningar,
Sem stæði djúpum rótum í jarðvegi íslenzks þjóðernis, en drægi
að miklu leyti lífsloft og næring úr því, sem heilnæmt væri
°g lífvænlegt í hinu ameríska umhverfi.
^ il þess að kynna mönnum landið og þjóðina, sem þeir áttu
búa saman við, heldur hann röð af fyrirlestrum um Banda-
1 llvjasögu,2) en skrifar leiðandi greinir í blöðin um þarlend
bmdsmál; hvetur hann landa sína hvað eftir annað að taka
S’nn þátt í þeim.?)
!-n til að glæða þjóðernistilfinningu manna heldur hann
nieðal annars ræðu (1. maí 1886) um viðhald þjóðernisins,
ailk þess sem alt starf hans vestra stefndi að því marki á
!) Sbr. og Andvökukvöld, ísafolcl 1. maí 1912. — 2) Hkr. 2. júní 1887.
3) Sbr. t. d. Hkr. 18. nóv. 1886, Lögb. 19. nóv. 1890 og 13. okt. 1894.
19