Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 81
eimreiðin
íslenzkur málari á leið til frægðar.
Algengt er að sjá því haldið á lofti, er ritað er hérlendis um
islenzka list og listamenn, að þetta hvorttveggja eigi við hin
aumustu kjör að húa og njóti sáralítillar eða engrar aðhlynn-
iugar. Ivveður stundum svo ramt að þessari ádeilu, að úr hófi
gengur. Því sannleikurinn er sá, að fyrir bókmentir og listir
er að likindum gert tiltölulega meira af þingi og stjórn íslend-
inga en með nokkurri annari þjóð. Kemur sú styrktarstarfsemi
að visu oft og tiðum misjafnlega vel niður, — en hinu mega
þeir ekki gleyma, sem mest kvarta undan fátækt vorri og
sinnuleysi um listirnar, að ómögulegt er að ætlast til, að hver
föndrari fái styrki af opinberu fé. Listamannsbrautin er erfið
°g torsótt hvar sem er í heiminum, og baráttan oft ótrúlega
hörð áður en náð er viðurkenningu. Þá sögu munu listamenn
nieð öðrum þjóðum hafa að segja, engu siður en listamenn
islenzkir.
Eggert Guðmundsson listmálari er einn þeirra ungu lista-
nianna, sem brotist hafa áfram af óbilandi dugnaði, og er
hann þegar orðinn kunnur fyrir verk sín, bæði á Norður-
löndum og Bretlandi. Fyrstu sýningu á verkum sínum hélt
hann hér í Reylcjavík haustið 1927, þá aðeins tvítugur að aldri,
°g hafði hann þá ekki notið annarar tilsagnar en þeirrar, er
hann fékk í kvöldskóla Stefáns tréskurðarmanns Eiríks-
sonar og hjá Ríkarði Jónssyni. En ekki dvaldi hann nema
skamma hríð hjá þessum kennurum. Sama haustið og hann
hafði fyrstu sýningu sína í Reykjavík sigldi hann og stund-
aði nám á Listaháskólanum í Munchen í 4 ár, en fór síðan til
Eóniar og var þar einn vetur. Jafnframt náminu hefur hann
l|nnið kappsamlega að sínum eigin verkum og farið þar sínar
eigin leiðir, enda er sjálfstæði, hugkvæmni og frumleiki mjög
áberandi í allri listarstarfsemi þessa unga og ötula málara.
Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, bæði
hér heima og erlendis, síðan árið 1927. í Kaupmannahöfn
hefur hann haldið þrjár sýningar, eina í Álaborg, fjórar sýn-
ingar á Englandi, þ e. tvær í London, eina í Leeds og eina í