Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 41
EI.'tREIÐIN
ÞRJAR ÞJÓÐVÍSUR
273
Dansaðu dýrið mitt —
dansinn vilta,
taumlausa trylta.
Dansaðu, hlæjandi af hatri,
skóganna skuggaborg.
Blóðstokkin augu þín brenna
af brjálaðri sorg.
Stígðu mér dansinn við stormanna hljóm,
stjörnur, sem springa í eldgullin blóm.
Eldingin letri þinn dauðadóm
og dánarklukkurnar hringi.
Hrópaðu heift þína hefndaróm,
svo himnar og jarðir springi.
Hvað var þetta líf, sem við lifðum
langt inni í skóganna rökkri?
Vilji, sem aldrei var vakinn,
varir, sem aldrei var svalað,
orð, sem aldrei var talað,
— ekkert —
dráttmynd, sem aldrei var dregin,
draumur, sem aldrei rættist,
hugsun, sem aldrei var hugsuð,
hljómur, sem aldrei var sleginn.
Néi.
Uppreisn gegn öllu, er svæfði.
Uppreisn gegn lyginnar veldi.
Nú lifum við okkar stóru stund
og stígum dansinn á eldi.
Nú dönsum við okkar hinzta dans,
svo dreyrinn vætlar úr sárum.
Nú er líf okkar logandi braut,
lauguð blóði og tárum.
Hrynji þið stjörnur. Hrapa þú sól.
Hrækið í augu mín blóðl
Slít þetta hjarta, svo angistin ein
æpi í hverju hljóði.
18