Eimreiðin - 01.07.1937, Page 26
ÆTTGENGI OG LÍFSSKILYRÐI
eimreiðiN
258
útliti, en aðeins vöggugjafirnar, en ekki áhrif ólíkra kjara, erf-
ist til niðjanna. Gengur þá lærdómur, siðir og aðrir áunnir
eiginleikar að erfðum? Nei, þannig er það ekki. Börn vísinda-
mannsins eiga jafnerfitt með að læra námsgrein hans eins og
t. d. börn sjómannsins eða bóndans, ef þau hafa hlotið söniu
gáfur að erfðum. Ef útlend hörn venjast íslenzku frá byrjun,
læra þau hana jafnfljótt og islenzku börnin. Hitt er annað mál,
að börnin venjast störfum foreldra sinna og leggja þess vegna
oft stund á sama starf síðar. Hafi foreldrarnir valið lífsstarf,
af því að þau voru sérstaklega vel hæf til þess að eðlisfari, þá
gengur þessi hæfileiki, en ekki lærdómurinn sjálfur, að erfðuin
til barnanna. Sumir halda því fram, að gera megi alla jafna
með því að veita þeim söniu lífskjör. Þessu mótmælir erfða-
fræðin algerlega. Engar tvær manneskjur eru nákvæmlega eins
að eðlisfari, jafnvel ekki systkini (að undanteknum tvíburum
úr sama eggi). Börnin verða þá heldur ekki eins, þrátt fyrir
svipuð lífskjör, og svona gengur koll af kolli. Það er ómögu-
legt að gera alla jafna. Fjölbreytnin í náttúrunni er mikil, hvert
sem litið er.
Orsakir brej’tileika tegundanna eru þrjár: 1. Áhrif lífsskil-
yrða. 2. Breytingar, sem orsakast af kynæxlun. 3. Stökkbreyt-
ing, sem er snögg arfgeng breyting, sem ekki á rót sína að rekja
til kynæxlunar. Orsakir stökkbreytinga eru að mestu ókunnai'.
1. Áhrif lífsskilyrða.
Þótt áhrif lífskjaranna séu ekki arfgeng, að áliti flestra vís-
indamanna, þá hafa þau samt mikla þýðingu. Við áreynslu
streymir meira blóð til vöðvanna en ella, og þeir fá þar nieð
aukna næringu, vaxa og styrkjast. Þess vegna fá göngumeiin
sterka fætur og smiðir sterka handleggi. En þessi smiðs- og
göngumannakraftur gengur því aðeins að erfðum, að þessii'
menn hafi verið burðamenn að eðlisfari. Sá máttur, sem þeir
fengu við smíðarnar og göngulagið, fer í gröfina með þeim, að-
eins erfðagjafirnar fylgja ættinni. Allir þekkja túnfífilinn. Ef
hann er fluttur upp í fjall, breytist hann mjög, verður lágvax-
inn, nærri stöngullaus og kafloðinn. En eðlisfarið breytist ekki
við þetta. Sé hann aftur fluttur niður á láglendi, fær hann hið
gamla vaxtarlag sitt aftur. Það fá lika niðjar hans, hvort sem