Eimreiðin - 01.10.1940, Side 9
EIMREIÐIN
Október—dezember 1940 XLVI. ár, 4. hefti
Málvernd og menning.
Eitthvert óskeikulasta einkenni sannrar mentunar er rétt
og lýtalaus meðferð móðurmálsins í ræðu og riti. Mentaður
er sá, sem vandar orð sín, veit um kgngi móðurmálsins og
kann að beita henni. íslenzk tunga liefur oft átt i vök að
verjast fgrir erlendum áhrifum. Um eitt skcið höfðu þau áhrif
lamað svo íslenzkuna, að það gengur kraftaverki næst hvernig
hún náði að varpa þeirri lömun af sér. íslenzkan, sem rituð
oar af sunjum lærðum mönnum hér á landi fgrir hundrað til
hundrað og fimmtíu árum, þætti ekki boðleg nú. Danskan
hafði komið herfjötri á ritmálið og var á góðum vegi með að
koina honum einnig á talmálið, að minsta kosti i höfuðstað
hslands, þegar endurvakning þjóðarinnar hófst. Hún bjargaði
tungunni í það sinn, eins og Iuín bjargaði sjálfstæðinu. Engin
cinangrun gat komið í veg fgrir, að tungan spiltist. Enginn
áróður erlendis frá gat sært hana til ólífis, af þvi þjóðin var
sjálf á verði. Nú á timum er ekki um neina einangrun íslands
°ða Islendinga að ræða lengur. Vér erum eins freklega komnir
hin í öldurót alþjóðalifsins og noklcur þjóð getur komist. Vér
þurfum því cnn að vera á verði um tungu vora, þó að beinan
aróður ge.gn henni erlendis frá sé ástæðulaust að óttast.
Sannleikurinn er sá, að einangrunin er elcki sii vernd tung-
lluni sem margir halda. Hún hhjtur ætið að taka upp orð
af erlendum uppruna, ef hún á að fglgjast með kröfum tím-
aus. Gera má ráð fgrir, að purkunarsamir málverndarar 11.
aldar hafi tclcið því illa, er orð eins og p á f i, p r e s t u r,
kir k j a og önnur slík lcirkjuleg orð voru tckin upp í málið,
alveg eins og skoðanabræður þeirra á vorum dögum una þvi
hla, að orð eins og b íll og bió, svo dæmi séu nefnd, eru
ná rótfestu í íslenzku, í stað lengri orðanna b i f r e i ð og
20