Eimreiðin - 01.10.1940, Side 10
306
MÁLVERND OG MENNING
EIMREIÐIK
kvikmyndahús, þó islenzkulegri séu. Eftir nokkra
áratugi verða orðin bill og bió jafntöm siðavöndustu mál-
hreinsunarmönnum eins og orðin b r e kán og g r j ú p á n
eru nú, og enginn hneykslast þá á því lengur, að tvö hin fyr-
nefndu eru úr ensku komin, fremur en menn nú á því, að tvö
hin siðarnefndu eru úr keltnesku komin. Málvernd er sem sé
ekki fólgin í því að byrgja dyrnar fyrir hverju nýju orði, af
erlendum uppruna. En það er hlutverlc málverndaranna að
sjá um, að þau falli sem bezt við hátt tungunnar og að reglur
hennar séu ekki brotnar, hvorki i ræðu né riti. Hér reynir
fyrst og fremst á móðurmálskcnnarana.
Móðurmálskenslan í barnaskólunum er áreiðanlega vanda-
samasta og mikilvægasta kenslan, sem nokkur barnakennari
hefur á hendi. Þessvegna er mikið undir því komið, að til
kennara í móðurmálinu veljist vel hæfir menn. í sambandi við
þessa kenslu er vert að minna á þá fyrirlitningu, sem utanbók-
arlærdómur barna hefur sætt stundum nú á síðari árum. Þessi
fyrirlitning er með öllu óverðskulduð. Hver góður barna-
kcnnari veit, að næmi barna er á vissum aldri miklu þrosk-
aðra en skilningurinn og færir sér þetta í nyt. Barnið á að
jafnaði auðvelt með að læra utan að málfræðireglur og staf-
setningar-, þó að það skilji þær ef til vill ekki til hlítar flJr
en löngu síðar. En aðeins það, að kunna regluna og hugsa
samkvæmt henni, getur orðið barninu ómetanleg hjálp, þó að
rökin fyrir reglunni séu því ekki Ijós. Þar sem móðurmáls-
kenslan í barnaskólunum er sú námsgreinin, sem mest er
undir komið að vel takist og lengstum tíma þarf að verja til,
ætti það að vera alveg sjálfsögð regla, að byrja aldrei í barna-
slcólum á nokkru öðru málanámi. Nám erlendra tungumála
er ótimabært meðan menn elcki kunna að tala, lesa eða rita
sitt eigið móðurmál stórlýtalaust.
Um leið og rikisútvarpið tók til starfa eignaðist þjóðm
mikilvægt tæki til málvöndunar og framburðarfegrunar. Ef
til vill er hvergi betra tækifæri en þar til þess að kynna öllujn
landslýð fegurð íslenkzrar tungu og mátt. Ekki skal efast um,
að stjórn útvarpsins sé fullkunnugt um þetta og að hún reyn
að haga útvarpsstarfseminni þar samkvæmt. En á þessu virð
ast þó stundum erfiðleikar. Það kemur fyrir, að menn tala 1