Eimreiðin - 01.10.1940, Qupperneq 27
eimreiðin
KVÖLD EITT í SEPTEMBER
323
Þarna fóru nokkrar ungar stúlkur eftir götunni á leiö niður
í bæinn og hlógu. Þarna tipluðu þær á sínum háu hælum, með
reittar augnabrunir, málaðar kinnar og varir. Skyldi nokk-
ursstaðar inni í sál þessara vesalings manneskja leynast vit-
neskjan um það, að þær áttu heima í köldu landi hjá fátækri
og fámennri þjóð, sem þar á ofan var hertekin af erlendu
ofurefli?
Andrési fisksala fanst það ekki á þeim að sjá. Svona var
®ska nútímans.
Gömul kona kom inn i stofuna og spurði, hvort hann ætlaði
ekki að koma að borða kvöldmatinn. Hann þakkaði fyrir það
°g spurði aftur á móti, hvort hún vissi nokkuð um Dísu.
En gamla konan vissi ekkert um Dísu.
—• —• :— Hann settist inn í stofuna að loluium kvöldverði,
dró niður gluggatjöldin og kveikti Ijósin. Hann leit yfir fyrir-
sagnir hinna erlendu frétta í Vísi: „Miðhluti Berlínarborgar
lagður í rústir“ stóð þar, en fréttirnar náðu þó engri varan-
Kgri festu í skilningi hans. Já, það var mikið, sem á gekk í
heiminum!----------
—• — — Hann bjó með aldurhniginni tengdamóður sinni
°g átti átján ára gamla dóttur. Hún hét Dísa.
Klukkan var langt gengin tíu, er hann heyrði að gengið var
ani frammi. Honum létti. Það var Dísa.
Hún kom þó óvenjulega snemma heim i þetta sinn. Stuttu
siðar kom Dísa inn í stofuna með ensk móðinsblöð í hendinni.
— Já, slíkt ótti við ungdóminn nú á dögum, hégóminn og
tildrið. Hann sagði það samt ekki. Sat á sér og þagði.
Hún var ljóshærð og lagleg með blá augu.
— Sæll, gamli minn, sagði hún frjálsmannlega.
— Komdu sæl, var svar hans, seinlátt og dræmt.
Hvað, hefurðu ekki opnað útvarpið, pabbi? Hún gekk
'viðtækinu og skrúfaði frá. Það var endurtekning frétta:
’>Árásirnar stóðu yfir frá því í gærkveldi og fram á dag.
Klukkan rúmlega sjö, þegar fólk var á leið til vinnu sinnar
1 London, var enn gefið merki um ....“ Hún lokaði tækinu
snógglega og gekk til sætis í annan djúpa stólinn. — Það er
a^alt sama sagan, sagði hún og tók að fletta myndablöðunum
sinum.