Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 33
eimreiðin
KVÖLD EITT í SEPTEMBER
329
yfirunnið sjálfa sig til eftirtektar á orðura hans. Svo hélt hann
þá áfram án þess að vita, hvað hann átti að segja.
— Ég kyntist mömmu þinni fyrst í Sandgerði. Það eru
mörg ár síðan. Ég ætla ekki að lýsa fyrir þér, hvaða áhrif sú
kynning hafði á mig, því að í raun og veru kemur það ekkert
þessu við. Ég skal þó geta þess, að ég hafði aldrei kynst stúlku
á sama hátt fyrr. Blóð mitt var heitt, og tilfinningarnar réðu.
Mér fanst, að glataði ég vináttu hennar, gæti ég ekki lifað.
Þannig hugsar maður, meðan maður enn er ungur, Dísa, en
lífið kennir manni að líta öðru visi á hlutina. Það vil ég að
þú hafir i huga, þ\á að hver veit, nema að þannig geti farið
fyrir þér. Já, við fluttumst í bæinn, mamma þín og ég, og
hún fékk atvinnu í skóverzlun. Ég hafði þá fest kaup á þessu
litla húsi, sem þú hefur átt heima í alla þína ævi. Við ætluðum
gifta okkur um haustið, er ég kom úr sumaratvinnunni.
Það suinar var ég á Seyðisfirði. Og svo kom haustið. Já, haustið
kom, Dísa. Þetta langþráða haust. Ekkert haust hef ég jiráð
eins mikið að kæmi, og svo kom það.---------Eg ætla ekki að
segja þér neitt frá samfundum okkar. Þá atburði ætla ég að
geyma, ég er hvort sem er eini maðurinn á jörðunni, sem veit
hvernig þeir voru. En hitt verð ég að segja þér, að þetta haust
frúði mamma þín mér fyrir því, að henni þætti vænna um
annan mann en mig. Henni fanst þetta víst sjálfri þá, og í
þessum sökum er víst ekkert til, nema að ímynda sér og finn-
ast. Hún skildi það seinna, og ég vil að þú skiljir það nú. Svo
gittum við okkur um haustið.
Hann hafði lokið við að reykja pípu sína og lét nú í hana
aftur þegjandi. Það var nú auðfundið, að hún veitti orðum
hans athygli, því að hún gat ekki beðið eftir framhaldinu,
heldur spurði harnalega:
— Giftuð ykkur, en því giftuð þið ykkur fyrst henni þótti
vænna um annan mann?
— Jú, Dísa mín, maðurinn, sem hún taldi sér trú um að
hún elskaði, það var------— það var húsbóndi hennar. Hann
var giftur, og honum dátt ekki í hug neitt nánara samband
við mönmiu þína. Hún vissi það. Við vissum það öll. Og þessi
niaður, Dísa, það var Björn Sigurðsson, faðir Arnars, sem nú
er orðinn kunningi þinn.