Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 34
330
KVÖLD EITT í SEPTEMBER
EIMREIÐIN
ÞaÖ varð steinhljóð, er hann hafði sagt þetta. Hyldjúp grafar-
þögn.----------Hún fletti blaði, það skrjáfaði lítilsháttar í því,
og við það kom hann aftur til sjálfs sín:
— Nú skilur þú sjálfsagt, vegna hvers ég get ekki vitað af
vináttu ykkar Arnars?
Hún svaraði því ekki strax, en þó höfðu þessar óvæntu
fréttir hvergi nærri raskað jafnvæginu á réttlætiskend hennar,
og svo sagði hún:
— En pabbi, því á hann að gjalda þess? Ekki á Arnar sök
á því, þó að mömmu þætti vænt um föður hans.
-— Nei, barnið mitt, hann á ekki sök á því. Hann á ekki að
gjalda þess, og þú átt heldur ekki að gjalda þess. Þú skilur
þetta ekki enn, það er ekki von. En þegar þú fæddist, þá viss-
um við bæði ofurvel, mamma þín og ég, að ég var ekki faðir
þinn. í öll þessi ár hef ég þagað um þetta við þig og vonaði,
að ég þyrfti aldrei að segja þér það. Ég gat talið sjálfum mér
trú um, að ég væri faðir þinn, en trú er ekki raunveruleiki.
Ég veit, að þú fyrirgefur mér, hve lengi ég hef þagað. Þið
Arnar eruð systkini.
Skapgerð hennar var hörð, og í stað þess að glúpna og
gugna óf liún blöðunum sinum saman og kreisti þau, svo að
hnúar hennar hvítnuðu. Hún stóð upp og ætlaði að hraða
sér burtu. Hann sá hvað henni leið og gekk sem fyrr í veg
fyrir hana. Þá hörfaði hún á ný til baka, lét fallast niður í
stólinn og brast í grát.
Hann viknaði yfir óhamingju hennar, gekk til hennar og
strauk henni yfir hárið.
— Dísa mín, vertu skynsöm stúlka. Ég mátti til að segja
þér þetta. Ég gat ekki þagað lengur. Mér hefur liðið illa eftir
að ég lcomst að kunningsskap ykkar, því að ég gat ekki hugsað
mér neitt samband ykkar á milli, jafnvel þótt svo illa væri
ekki komið, að kynningu ykkar fylgdi nokkur dýpri alvara.
Ég veit að æska nútímans er léttúðug, Dísa.
Hún leit upp og þurkaði liörkulega tárin úr augunum, en
er henni var litið á hann hvarf hörkusvipurinn, því að sál
hennar rúmaði í einu vetfangi allar þjáningar þessa gráhærða
manns á umliðnum árum. Hún sá, að hann var einstæðingur.
— Pabbi, sagði hún, en hún þagnaði snögglega, því Þena