Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 38
334
BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON LEIKARI
EIMREIÐIN
Hann hefur leikið Hammer í
iVei-inu eftir Holberg og sjálf-
an Sherlock Holmes vestur á
ísafirði, og nú á hann að leika
Baldur, son verkalýðsleiðtoga
í plássi norður í landi. Hann
á að elska dóttur auðvaldsins
í plássinu, hann á að vera trúr
hugsjónum föður síns, leiða
verkalýðinn til betri vegar og
sansa auðvaldið. Til alls þessa
þurfti mikið handapat, fögur
orð og miklar ræður, alt í
tíðkanlegum són og seim.
Þetta kveld var það dregið í
efa, hvort Brynjólfur hefði
átt að fá hlutverkið. Það var
þó augljóst mál, að hér var
á ferðinni ungur maður, seni
vildi leika. í þetta sinn var aðeins viljinn mættinum ríkari.
Sem betur fer var ekki sagan þar með öll af „unga leikar-
anum frá ísafirði“. Nú er það ekkert álitamál, að Brynjólfui'
Jóhannesson stendur í langfremstu röð leikara í Reykjavík.
Hann er listamaður, sem hefur skapað virðingu fyrir list sinni,
með ástundun og kostgæfni, þó ekki sæjust glögglega í fyrstu
einkenni listar hans í hlutverkum með álíka ólíkindum og
Baldur. Eðlisgáfa hans sem leikara fellur og öll til annarar
handar en að sýna unga, ástleitna nýgræðinga, og hefur hann
þó verið settur til þeirra verka, en ávalt með lélegum árangri-
Meðferð hans á alt annari tegund hlutverka hefur hinsvegar
skipað honum í fremsta sæti meðal núlifandi íslenzkra skap-
gerðarleikara.
Ef vér virðum leik Brynjólfs Jóhannessonar nánar fyrir oss,
lcemur í Ijós, að leikgáfa hans er tvíþætt. Hann leikur jöfnuni
höndum glórulaust galapín, eins og Puttalín í Stundum °9
stundum eklci, og harðsvíraða karlhlunka eins og síra Sigvalda
í Maður og kona, og er þá langt til jafnað, því nærri stappaðL
að fyrri leikurirm gæti ekki talist sýningarhæfur, en hinn síð-