Eimreiðin - 01.10.1940, Qupperneq 42
338
BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON LEIKARI
EI5IBKIÐIN'
þannig löguðu rekaldi hefur
Gaffer, vitskerti fiðluleikarinn
í „Harmleiknum um Nönnu“,
tekist langbezt. Það var frá
upphafi til enda einföld tján-
ing á mannlegri þjáningu.
Brynjólfur Jóhannesson hef-
ur leikið 94 hlutverk, stór og
smá, síðan hann kom fyrst
fram á leiksviði hér. Öllum
þeim fjölda verða ekki gerð
skil í stuttri grein,enda gerist
þess ekki þörf, því Brynjólfur
hefur verið Leikfélaginu nyt-
samur maður og oft settur til
verka, sem áttu síður við hans
hæfi. Vér höfum reynt að
missa ekki sjónar af persónu
leikarans. — Það væri nú leið-
inlegt, ef menn fengju út úr
þessum línum, að Brynjólfur
væi-i mesti viðsjálsgripur í einkalífinu. Það væri eins rangt og
að imynda sér hann sem horfallinn háðfugl, kominn upp á
heiminn i ýmiskonar veraldarvafstri. Á leiksviðinu á Brynj-
ólfur hægt með að sýna svoleiðis náunga, en í einkalífi sínu
er hann grandvar maður og samvizkusamur í bezta lagi. Hann
er hár maður og grannur á vöxt, frekar holdskarpur í and-
liti, bjartur yfirlitum, stóreygur og skarpeygur, en nefið langt
og liður á til hliðar. Að líkamsvexti og yfirlitum er hann
jafnvígur á „Minister, Juden und andere Bösewichter“, en
tæplega á Falstaff hinn enska. Hann er maður á bezta starfs-
aldri, fæddur í Reykjavík 3. ágúst 1896, og vonandi á hann
eftir að starfa lengi og vel í — þjóðleikhúsi íslands.