Eimreiðin - 01.10.1940, Page 43
eimreiðin
r
A mölinni.
Brot úr ferðasögu. Eftir Helga Valhjs$on.
Það ganga altaf eyrar fram í þessa
firði. Og ofan við eyrarnar rísa brött
fjöll með klettabeltum, sem öll hallast
inn á við í áttina til fjarðabotnanna.
Firðirnir eru langir og flestir mjóir.
En allir víðir og opnir út til hafsins.
Sjávarföll og hafstraumar eru því
áleitin. Straumarnir renna inn með
öðru landinu og út með hinu. Og þar
sem klettafjöllin stinga fram stóru
tánni, svo að grunnsævi myndast við
ströndina, beygir straumurínn hæ-
versklega framhjá, leggur lykkju á leið sína og smýgur svo
mn með grunninu hinum megin.
Síðan heldur landbáran áfrarn og sópar mölinni upp að
báðum megin. Og lækjarsprænurnar í hlíðunum verða mó-
rauðar af gáska og ærslum í vorleysingum og stórrigningum.
Þær grafa sundur fjallshlíðarnar og flytja mold og leir og
Sróðurmagn með sér ofan á jafnsléttu.
Svo myndast þar smámsaman eyrar í innilegri samvinnu
lands og sjávar. Oftast flatar og breiðar, en mjókka fram. Og
í'rcrnst frammi er eyraroddinn. Venjulega mjór og nokkuð
hærri en eyrin sjálf. Þar setjast grámávar og veiðibjöllur að.
Og stundum skarfar.
En lengra uppi á flatri mölinni sezt mannfólkið að. Og kof-
arnir spretta upp úr mölinni eins og gorkúlur í haustrigning-
um. Allavega lagaðir kofar og allavega litir. Stórir kofar, litlir
kofar. Kofar með risi og kofar með skúrþaki. Kofar, sem ekk-
ert eiga sameiginlegt nema það eitt að vera ljótir. Þeir eru eins
°g reglulega stigbeygt lýsingarorð: Ljótur — ljótari — ljót-
ostur. Engin undantekning. Eklcert „slingur í valsinum“. Svona
eru kofarnir á mölinni. Og svona eiga þeir að vera. Basta!