Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 48
344
UM NÝFUNDNALAND OG SKULDABASLIÐ ÞAR eimreiðin
auðæfi lands og sjávar, stjórnarfar, framfarir, lánsverzlun
og skuldir.
Þegar ég nýlega var staddur á háskólabókasafninu í Kaup-
mannahöfn (ég var að snudda í ritum um Nfland), hitti ég
þar mér til ánægju prófessor Jón Helgason (því hann snuddar
þar daglega í norrænum skræðum). Ég sagði honum frá
Nflandsáhuga mínum. Hann kvaðst skilja mig vel og óskaði
mér góðs gengis með þessa ritgjörð. Því til áréttingar og' mér
til viðvörunar sagði hann mér þessa sögu: Þýzkur prófessor
var beðinn að skrifa sögu Vilhjálms keisara (hins síðasta
með því nafni). Hann færðist undan því og taldi sig bresta
kraft og áræði til þess. í þess stað tók hann sig til og reit
sögu Kaligúlu Rómverjakeisara. Honum þótti hafa vel tekist;
en mörgum þótti skrítið, að þarna var í rauninni saga Vil-
hjálms vandlega rakin.
Frá upphafi höfðu Nflendingar veitt þorsk af dugnaði og
varla sint öðru. Fyrir atorku sjómanna fékk landsfólkið dag-
legt brauð og landið varð sjálfstætt. Alt gekk þolanlega þar
til framfarir hófust með járnbraut og námugrefti og papp-
írsgjörð úr skógarviði. En járnbrautin varð til byrðar og
ágóðinn af hinu rann í vasa gróðamanna, og á fiskimennina
lögðust drápsklyfjar af óheinum sköttum, sem enginn þorsk-
afli hröklc til að borga. Skattarnir gengu til óhófsframfara,
sem eyðslusamir ráðherrar stofnuðu til og vanrælctu sjávar-
útveginn. Svo kom heimskreppa (1929) og aflaleysi og óviss
markaður á Ítalíu og Spáni. Þá óx atvinnuleysi, og atvinnu-
leysisstyrkur kom til sögunnar og varð að landplágu hvort-
tveggja. Lán voru tekin á lán ofan, en það var eins og nð
pissa í skóinn sinn. Ríkisskuldirnar höfðu tvöfaldast á síðustu
tólf árum og voru orðnar 102 miljónir dollara. Árlegar rentur
þeirrar skuldar voru rúmlega 5 miljónir dollara, eða ineira
en helmingur af ríkistekjunum. Seinast var ríkissjóður orð-
inn þurausinn, því ekkert lán var lengur að fá. Þá varð stjórnin
að biðja Englendinga að hjálpa, og þeir tóku við taumunum
(1933). Síðan hefur 6 manna alræðisnefnd stjórnað landinu
í umboði Breta og þeir lagt fram stórfé til að bæta ástandið
og koma fjárhagnum í lag. Nefndin hefur orðið fyrir hnútu-
kasti og bakmælgi fyrir harðstjórn og ódugnað. Þær henn-