Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1940, Page 50

Eimreiðin - 01.10.1940, Page 50
346 UM NÝFUNDNALAND OG SKULDABASLIÐ ÞAR eimreiðin hluti þess mikla skaga, og er það land nálægt þrefalt stærra en Nfland (eða 310 000 ferkílómetrar). Þetta landflæmi, sem líkt og Nfland er auðugt af skógum og hreindýrahjörðum og veiðidýrum, vötnum, löxum og fossum, gáfu Bretar Nf- landi til eignar og umráða 1927. Að vísu var sú hefð komin á, að Nflendingar notuðu Labrador sem eigin eign, frá gamalli tíð, en þá var með lögum staðfest, að svo skyldi vera um aldur og æfi. íbúar á Labrador eru aðeins 5 000 manns, að meðreiknuð- um slæðingi af Eskimóum. Allir íbúarnir búa við sjóinn og eru flestir komnir frá Nflandi. Að Bretar voru svo vænir að gefa Nflendingum slíka rausnargjöf, kom til af því, að þeir höfðu lengi horft upp á basl þeirra við að komast úr skuld- um. Með þessari hlunnindahjálendu átti þeim að verða betur borgið til að standa sig í fjármálunum og a. m. k. geta kall- ast að eiga fyrir skuldum. Meiningin var góð, en eins og seinna verður sagt, hefur þessi hjálp ekki ennþá lconiið að haldi, en mun það sjálfsagt einhverntíma síðar, ef ekki koma einhverjir ræningjar á vettvang. Þetta var nú sjálf jarðeignin, en ekki má gleyma nytja- svæðunum miklu, fiskimiðunum nafnkunnu, sem taka við neðansjávar þegar landinu sleppur. Það er fyrst og fremst fiskigrunniÖ fræga, Nflandsbankinn, sem liggur suðaustan við landið og er að víðáttu á stærð við Nfland sjálft. Enn- fremur eru, svo að segja, samanhangandi fiskigrunn við strendurnar, hringinn í kring um landið. Og loks eru norður með allri Labradorströndinni einlæg fiskimið, skamt fra landi. En Labradorströndin er álíka löng og Noregsströnd sunnan frá Líðandisnesi norður fyrir Lófót. Nflandsgrunnið er álíka víðáttumikið og sjálft landið (eða rúmir 100 000 ferldlómetrar). Á þvi er 50—100 metra dýpi> þar til það austan til fellur bratt niður í djúp Atlantshafsins. Grunnin kringum landið má gera ráð fyrir að séu einnig álíka stór um sig og landið sjálft, líkt og er á íslandi (eftir því sem dr. Bjarni Sæmundsson heldur). Loks eru grunnin meðfrain Labradorströndum enn þá stærri. Þetta sýnir, að alt fiski- svæði Nflendinga muni vera a. m. k. þrefalt stærra en fiski- svið íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.