Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 51
eimreiðin UM NÝFUNDNALAND OG SKULDABASLIÐ ÞAR
347
Það er engin furða, þó Nflendingar hafi löngum stundað
fiskiveiðar framar allri annari atvinnu. Verkefnið var svo
mikið.
Það má heita, að alt Nfland inn af strandræmunni séu
mannlausar óbygðir; há fjöll vestan til, en annars öldótt land
skógi vaxið, klettahálsar, heiðar og mýrar, en slcógur á milli,
vötn og ár. Mest er barrskógur, en laufskógar innan um.
Skógurinn er víðast svo þéttur að nærri lætur, að sé álíka
torfært gegnum hann eins og gegnum gaddavírsgirðingar
ófriðarþj óðanna.
Helmingur landsins er talinn skógi vaxinn, en fimtungur
þess eru vötn, eða líkt því sem er á Finnlandi. í skógunum eru
margskonar veiðidýr, birnir, úlfar, refir, merðir, lýnxdýr og
minkar. Ennfremur hifrar, elgsdýr og hreindýr og af fugl-
um mesti sægur. Nóg er til að skjóta, og eftirsókn veiðimanna
nð koma þar seinni hluta sumars. Lolcs er hér óskaland fyrir
stangarveiðendur, „þvi fislcar vaka þar i öllum ám“, lax og
silungur o. fl. En ekki er greitt yfirferðar.
Eftir því sem ferðamenn skýra frá, er ferð inn í landið
hagað þannig:
Maður leigir kall og léttan barkarbát (kanó). Iíallinn veð-
Ur nieð bátinn upp straum og hávaða, oft upp í rass, með
bátinn í eftirdragi. Sjálfur fylgir maður bakkanum og klöngr-
ast með miklum erfiðismunum gegnum kjarr og skóg, eða
verður að vaða með bökkum (og „drepa í sér varg“, eins og
þnr stendur). Þannig er farið upp ána og upp fyrir fossa,
llPP að næsta stöðuvatni og róið eftir því, síðan áfram upp
á og upp í næsta stöðuvatn og svona koll af kolli, upp í
hálendið.
Önnur leið er ekki fær, því skógarþyknið er til hindrunar
eða einlæg mýrasund með sökkvandi dýjum. En gaman kvað
vera að öllu slarkinu, lílca fyrir kallinn, því hann fær vel í
staupinu, og nestið er gott. Ferðin niðureftir er þó skemti-
legust, þó stundum hvolfi kænunni, því vandi er að stýra.
Af ferðalýsingum að dæma er gaman að skoða Nfland í
sumarskrúði, með fjöllum þess, skógum, vötnum, straum-
þungum ám og auðugu dýralífi í lofti, i legi og á láði. En þeg-
ar vetrar og snjór þekur alt, frosthörkur koma, og hafísinn