Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1940, Page 54

Eimreiðin - 01.10.1940, Page 54
350 UM NÝFUNDNALAND OG SKULDABASLIÐ ÞAR eimheiðin eftir öld. Er því duggurum vorkunn þó þeir hafi óþokka á farþegaskipunum miklu, sem geysa fram með fullum hraða, þrátt fyrir þoku (nema hafís sé að slæðast, þá er farið var- lega). Þar er nú til máls að taka, að Englendingar eru taldir illa að sér í landafræði. Um Nfland vita eldri séntilmenn aðeins þetta: Þar er þorskur, þar eru hreindýr og þar eru ríkis- skuldir. En yngri efnamenn, nýríkir vegna arfs eða stríðs- gróða, komast brátt að því, að á Nflandi er mikill skógur og verðmætir málmar í jörðu. Þar gefst tækifæri að koma fé sínu fyrir í skuldabréfum (sem gefi eða kunni að gefa góða vexti) hjá auðfélögum þeim, sem fengið hafa skóginn eða námurnar á leigu. Arðurinn er viss, þó landið sjálft sé á hausnum. Fyrst er járnnáman milda (Wabana á Belle-Island, lítilli eyju) nálægt höfuðborginni. Einhver auðugasta járnnáma í öllu Bretaveldi. Þjóðverjar hafa árum saman lceypt mest allra þjóða hrámálminn þaðan. Nokkur hluti námunnar næi' langt neðansjávar, djúpt undir sjávarbotninum, austur frá ströndinni. Veit því enginn hve járnrík náman er og end- ingargóð. Þar næst er zinkblýnáman í Buchan, uppi í landi vestantil. Mjög verðmæt náma og líklegt, að fleiri séu af sama tægi. Þá er koparnáma í Notre-Dame-firði, norður í landi, og önnur sunnar. Loks er lcolanáma góð, vestur við St. George- flóa. Þessar tvær síðasttöldu námur eru að mestu ónotaðar enn. — Á einum stað uppi í óbygðum liefur fundist olía, en léleg. Ef borað væri, er trúlegt að mætti ná í betri feng. Ennfremur hefur fundist dálítið af þessum málmum: gulh, silfri, nikkel, tini, asbest og vanadium. En landið er ekki nógu rannsakað, svo að sagt verði hvort borgi sig að vinna þessa málma. Svo eru skógarnir. Trén eru grönn og geta ekki kept við betri efnivið amerískan. Þó hafa Nflendingar til skainnis tíma bygt hús sín og duggur úr eigin trjáviði. Meðfram not- uðu þeir rekavið fyrrum. Nokkuð af skógarviði er flutt út til að notast sem raftar i námugöngum og til girðingarstaura. En allra mest er skóg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.