Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1940, Side 75

Eimreiðin - 01.10.1940, Side 75
eimreiðin SAKLAUSA BARN 371 því þetta var auðvitað engin önnur en rika frænka. Og litla stúlkan gekk svo langt út á gangstéttina, að konan hlaut að sjá hana — frænlca mundi auðvitað þekkja hana undir eins — og svo stóð hún bara þarna þegjandi, með blíðu brosi á vör. En þessi velklædda kona vék til hliðar og hélt áfram, án þess að veita henni hina minstu athygli. Ida horfði um stund undrandi og vonsvikin á eftir konunni, en skundaði siðan eins og fætur toguðu á eftir henni. Hún var alveg viss uni, að þetta væri ríka frænka. Engin önnur en hún gat verið í svona fínum fötum. Frænka hafði bara ekki séð hana, það var alt og sumt. Hún elti konuna eftir mörgum götum, sem hún hafði aldrei séð áður, því þegar mamma átti frístund frá vinnu sinni, þá fóru þær ávalt út á hæðirnar og tíndu villiblóm. En nú var mamma veik, og það var kominn vetur, °g villiblómin höfðu breitt upp fyrir höfuð, til að frjósa ekki í hel, hafði mamma sagt. Ida var orðin þreytt, en sem betur fór stanzaði konan nú fyrir utan stórt hlið og hringdi dyrabjöllunni. Hliðið opnaðist af sjálfu sér, og konan gekk inn, en það féll að stöfum með hraki miklu einmitt þegar Ida litla kom að því. Og þarna stóð hún nú alein á götunni. Hún gat ekki látið hliðið opnast, ®f því hún náði ekki upp að dyrabjöllunni. Það var því ekki urn annað að gera en bíða átekta. En það kom enginn út. hrátt varð henni kalt. Hún þráði nú heitast að komast heim til mömmu, og svo hljóp hún af stað. Hún var alveg áttavilt °g vissi ekkert hvert hún hljóp, en áfram hélt hún þar til hún var orðin örmagna af jnæytu, þá settist hún á lrosna gangstéttina, með fæturna í göturæsinu og grét. — Betlari uokkur staðnæmdist hjá henni og spurði, hvort hún væri húin að fá mikið og hvort þau ættu ekki að fylgjast að og skifta svo til helminga, en þegar Ida litla skildi ekki hvað hann uieinti, fór hann leiðar sinnar. — Aðrir, sem ekki voru betl- arar, fóru um veginn, en þeir staðnæmdust alls ekki hjá henni. hla litla grét hæguin hljóðlátum gráti. Hún var hálfhrædd við fólkið. Tár eftir tár rann niður andlit hennar, fraus og féll uiður á gangstéttina. Þar lágu þau svo og glitruðu sem fagrar þerlur. En þeir, sem framhjá gengu, vissu, að það voru bara tár, og þeir flýttu sér áfram, og sumir fótumtróðu þau í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.