Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 77
liIMREIÐIN
Osýnileg áhrifaöfl.
Eftir dr. Alexander Cannon.
\
III. KAPÍTULI
Vald hugans yfir tíma og rúrni.
Morguninn eftir fórum viö
snemma á fætur og héldum ú-
fram samræðunni. Ég minti
íerðafélaga minn á ófreskis-
gáfuna, sem sumir menn öðl-
ast í dáleiðslu og nefndi sem
dæmi, að ég eitt sinn dáleiddi
ofursta nokkurn, við getum
kallað hann X, og lét hann
fylgjast í liuganum með stjórn-
málamanni einum í heilar
l3rj ár klukkustundir. Allan
þenna tíma skrifaði ofurstinn
ósjálfrátt og án meðvitundar
alt, sem fram fór hjá stjórn-
málamanninum: hvert hann
fór, við hverja hann talaði,
hvað talað var og hvað stjórn-
málamaðurinn hugsaði um þá,
sem hann kyntist á ferðalag-
inu. Þessu hélt ofurstinn á-
fram, unz stjórnmálamaðurinn
Var aftur kominn heim til sin.
Allan timann sat ofurstinn
heima í stól sínum og ritaði í
djúpum dásvefni alt, sem gerð-
'st. En hvorugur vissi um til-
raun mina fyrirfram og fékk
ekkert um hana að vita fyr en
eftir á, að ég var búinn að
ganga rækilega úr skugga um
það hjá stjórnmálamanninum,
að alt var rétt í hverju smá-
atriði, sem ofurstinn hafði um
hann sagt. Ofurstinn vissi ekki
einu sinni eftir á, að hann
hefði sofið (þó þetta komi e.
t. v. ófræddum mönnum und-
arlega fyrir sjónir), og stjórn-
málamaðurinn hafði ekki hug-
mynd um, að ósýnilegur hug-
ur ofurstans fylgdi honum
eftir, hafinn yfir tíma og
rúm, eins og hvorttveggja
væri ekki lengur til fyrir vit-
und hans, svo sem hún var nú
orðin. Vitund hins dáleidda
hafði gengið upp í alvitundina.
Hann sá með sálarsjónum sín-
um og ritaði með aðstoð lík-
amssjóna sinna það, sem fyrir
hinar fyrnefndu sjónir hans
bar. Ég þarf varla að taka það
fram, að stjórnmálamaðurinn