Eimreiðin - 01.10.1940, Síða 86
382
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
EIMREIÐIN
Þeir af oss, sem kunnugir
eru yoga-heimspekinni, vita
vel, að þeir, sem hafa mikla
æfingu í skygni, geta í raun og
sannleika séð, á hvern hátt
starfsemi lífsins fer fram í
innri líffærum þeirra sjálfra.
Þeir geta einnig séð, hvernig
þessi starfsemi fer fram í lík-
ömum annara manna. Mér er
kunnugt um, að einn þessara
þaulskijgnu manna bjargaði
mannslífi með því að gefa ná-
kvæma sjúkdómslýsingu á
krabbameini i pijlorus, sem
sjálfum skurðlækninum hafði
ekki tekist að finna, vegna
skorts á skýrum einkennum.
Sjúklingurinn var síðan skor-
inn upp af þessum sama
skurðlækni, sem gekk að öllu
leyti úr skugga um, að sjúk-
dómslýsing skygnisins var í
alla staði rétt. Það er vitaskuld
erfitt nú á dögum að greina
loddarann frá sönnum skygni.
Því má aldrei gleyma. En ég
get fullyrt, að margir ósviknir
hæfaleikamenn í þessum efn-
um eru uppi á vorum dögum.
[Hér lýkur Jiriðja kafla bókarinnar Ósýnileg áhrifaöfl, en i næsta hefti
birtist fjórði kaflinn, og fjallar hann um ýmiskonar geðveiki, blekkingar
og skynvillur, mátt Jiekkingar og trúar o. s. frv.]
Fólksfjölgun og barnsfæðingar.
Samkvæmt skýrslum, sem Þjóöabandalagið birti skömmu áður en yfir-
standandi stj'rjöld hófst, liefur það undarlega fýrirlirigði komið í ljós, að
barnsfæðingum fjölgaði skyndilega árið 1938 i mörgum löndum, Jiar sem
tala barnsfæðinga liafði áður um langt skeið farið árlega minkandi. Þetta
á t. d. við um Evrópulöndin Bretland, Belgíu, Holland, Eystrasaltslöndin,
Sviss og Norðurlönd, svo og Bandaríki Norður-Ameriku, Ástralíu og Nýja-
Sjáland. Þannig var tala fæddra i Bretlandi árið 1938 735 000, en 711000
árið 1935. í Belgiu hækkaði tala barnsfæðinga á sama tima úr 127 000 í
130 000, Hollandi úr 170 000 i 178 000, Svíþjóð úr 85 000 í 93 000, o. s. frv.
í Soviet-rikjunum var íbúatalan komin upp í 170 500 000 og i Þýzka-
landi upp i 79 800 000 í janúarmánuði 1939, samkvæmt manntali, er þá
fór fram i þcssum liáðum rikjum.