Eimreiðin - 01.07.1943, Page 19
bimreiði.n VILHJÁLMUR STEFÁNSSON OG ULTIMA THULE
195
hugskotssjónum vorum, og hrifni vor og þakklætiskennd til
þessara framherja blossar upp. Vilhjálmur Stefánsson er
systursonur eins þeirra Fjölnismannanna, síra Gísla Jóhannes-
sonar. Þau heiðurskonan Hólmfríður Gísladóttir og Vil-
hjálmur eru systkinabörn. Svo nærri er Fjölnir oss. — Síra
Gisli var og meðútgefandi Nýrra félagsrita.
II.
Hið merkilegasta við bækur Vilhjálms Stefánssonar er
uiynd sú, sem þær gefa oss af höfundinum. Hann kann ekkert
að hræðast. Hann óttast ekki liáska ísanna, illviðranna né
hjargarskortinn. Hann óttast ekki að segja afdráttarlaust satt
°g ganga hlífðarlaust í berhögg við rótgrónar erfikenningar
°S það jafnvel þótt svæsnustu árásir og fordæming vofðu
yfir. En sannleikurinn hefur reynzt Vilhjálmi sigursæll.
Alltaf erum vér við lesturinn að rekast á hreinskilni Vil-
hjálms og viljaleysi hans til að bera blak af sér. Minnisstæð
uiun flestum vera saga hans um síðustu stundirnar á Karluk.
Karluk stefnir austur með Alaska í hlíðu veðri og auðum sjó.
Skipstjórinn, reyndur selveiðagarpur frá Nýfundnalandi, hafði
alla leiðina rækt starf sitt með svo miklum dugnaði og sjálf-
sheði, að Vilhjálmur hafði varla komið nærri stjórn skipsins
°S næstum verið fyrirmunað það af þessuni sjálfstæða og
.góða skipstjóra. Þessum skipstjóra, er uppfæddur var á ísa-
strönd og hlaut að hafa huslað i ís frá ungum aldri, hlaut að
vera í blóðið borin meðvitund um, hvaða þýðingu það hefði,
uð skip þræddi strendur í isliafi, þar sem búast mætti við ís.
Hn af Vilhjálmi, er fæddur var upp mitt inni á meginlandi
Ameríku og aldrei hafði tekið á stýrisveli, var einskis hægt að
v«?nta í þessum efnum. Nú hvíslar freistarinn því að skip-
stjóranum að sigla beint á Banksland. Skipstjórinn veit, að
Ailhjálmur getur ekki verið nægilega skynbær á þetta. Hann
hlýtur því að hafa verið búinn að ráða ]tað við sig að sigla
heint, er hann kom til Vilhjálms, aldrei þessu vant, til að fá
samþykki hans um það. Af svip, látbragði og rómi skipstjórans
hlaut Vilhjálmur að sjá, hverra svara hann vænti sér, en Vil-
hjálmi ekki fundizt, að hann gæti tekið ráð af honum, og gal
Því samþykki sitt. Manni virðist sem skipstjórinn hafi aðeins