Eimreiðin - 01.07.1943, Side 20
196
VILHJÁLMUK STEFÁNSSOX OG ULTIMA THl'LE
EIMRIÍIBIN'
viljað tryggja sér, að ábyrgðin á þessu félli á Vilhjálm, ef illa
færi. En Vilhjálmur á ekkert ásökunarorð til skipstjórans,
tekur alla áhyrgðina á sig. — Áður en varir er Hvítur kominn
allt í kringum Karluk, vakirnar fyllast, og brátt er ein hella
eins langt og auga eygir frá skipinu í allar áttir. Fatalaus,
matarlaus og peningalaus hregður Vilhjálmur sér í land við
3. mann til að sækja aksturshunda. Um kvöldið tjalda þeir á
ísnum. En er þeir líta til veðurs næsta morgun, sjá þeir, að los
er komið á ísinn, og að Karluk siglir með fullri ferð i vestur
og skilur foringja leiðangursins eftir. Frá Vilhjálmi heyrist
ekkert ásökunarorð! Þannig úthúinn hóf Vilhjálmur 3. norður-
för sína. Robinson Crusoe og allur annar slíkur skáldskapur
eru í rauninni smámunir einir hjá því, sem gerðist í þessari
norðurför.
Takmarkalaus ósérhlífni, skyldurækni, þrautseigja og sjálfs-
agi mæta oss við lesturinn á svo að segja annarri hverri siðu.
Fyrsta norðurferðin hans hefst með átakanlegu dæmi af því
tæi. Sem glæsilegur ungur háskólamaður kemur Vilhjálmur
að haustlagi norður að ósum Mackenzie-fljóts. Leiðangurinn,
sem hann á að taka þátt i, lcemur ekki. Vilhjálmur notar tæki-
færið til að búa sig undir hið kaldranalega starf sitt sem
norðurfari: Hann kemur sér fyrir til veturvistar meðal Eski-
móa, þar sem morgunkaffið var hrár, frosinn fiskur og annáð
eftir ]iví, leggur sig í þá raun að læra hina torlærðu tungu
Eskimóa og allar þeirra listir, veiðiaðferðir, húsagerð, ferða-
mennsku og sitthvað annað. Þetta mun hafa verið harður
skóli, og ekki þekki ég þess dæmi, að Norðurálfumaður hafi
áður óneyddur lagt sig í slíkt. En frá Vilhjálmi hafa ekki
heyrzt nokkur orð um erfiðleika! Um vorið var hann hinn
langfærasti norðurfari, er nokkru sinni hafði stigið fæti á ís.
Allir viðurkenna skarpskyggni, rannsóknargáfu og glögga
dómgreind þessa landa vors. Áberandi er drenglyndi hans og
vilji til að rétta hlut þeirra, er verða fyrir röngu aðkasti eða
röngum dómum. Það er áberandi, hversu annt honum er um
að láta allt og alla njóta sannmælis og útiloka hleypidóma.
Ekki gerir hann gys að Eskimóum eins og fyrirrennarar
hans, heldur greinir rétt og slétt frá himim ágætu mannkost-
um þeirra og finnur rétt mat á menningu þeirra.