Eimreiðin - 01.07.1943, Síða 60
23(i
FÓRN ÖRÆFANNA
EIMREIÐIN
Kona bónda var óbyrja, hjartagóð súsanna, vinsæl hjónuni
sínum og grét i leyndum ófrjósemi sina. Nafn hennar dvlst
með bónda.
Bóndi röskleikamaður til búverka, vinnumaður mikill og
vífinn, en átti eigi hórbörn, er skrifuð höfðu verið hjá hon-
um. Og það eitt að geta sér ekki slíkra, var honum metnaðar-
og áhugamál og hið eina, er honum fannst hann geta gert
konu sinni til samlætis, af því að hún var óbyrja. Bóndu
fylgdi kvendraugur, nefndur einu sannkölluðu heiti, þó al-
nrennilega kölluð Kvensa. — Ættarfylgja af meðalgerð; fór
jafnan á undan bónda, bæði til kirkju og á bæi, og sýndi af
sér glettni, jafnvel hvefsni; fældi hesta, ærði nautgripi, sem
bölvuðu á básum; velti lömbum svo að þau lágu á baki með
bífur upp í loft, stríddi hundum og' hrekkjaði ketti; batt eitt
sinn tvo saraan á rófunum og hengdi þá síðan upp á snaga.
Sem sagt: sýndi af sér hvefsni og glettur, en eigi stórbölvun;
var í því efni fyrirmynd annarra —• sinnar stéttar.
Þá bar svo við, á útmánuðum, að gesti bar að garði í Kal-
manstungu, eitt sinn sem oftar í þann tíma, því að býlið var
nærri Norðlingaleið, sem þá var tíðfarin, en þó eigi á vetr-
um. — Gestirnir voru maður og kona með tvö börn sírx:
dreng um sjö ára aldur, stúlkubarn nær tveggja. Þau sögðu
nöfn sín, kváðust komin norðanyfir, vera á suðurleið. Allt
lcit grunsamlega út, búningar þeirra og háttalag. . Þau voru
mögur og illa til reika, með allar jarðneskar eigur sínar i
bak og fyrir, þó ekki óhlýlega búin, klædd skinnum og
prjónafatnaði; þau leiddu drenginn við hlið, en báru
stúlkuna.
Maðurinn, heljarmenni á allan vöxt, alskeggjaður, ljós yfú'-
litum, loðbrýndur, með lilá, en djúp, dreymandi augu, sem 1
einni svipan gátu orðið hvöss og ógnandi; — einkenni vest-
véra.
Konan lítil og nettlimuð, festuleg í fasi og bauð af sel
þokkagrun; dökk á brún og brá, en tekin að grána, augu m°"
dökk; tærð í andliti og föl ásýndum með alvöruþrungion
raunasvip og þó þeklökk undir. Hafði sýnilega verið fríð-
ieikskona; — einkenni hrefnunga.
Bóndi gaf þeim illt auga, var fár og ókátur um kvöldið*.