Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1943, Side 72

Eimreiðin - 01.07.1943, Side 72
248 FÓRN ÖRÆFANNA EIMREIÐIN ]iessi verzlun hans við drottin á þá leið, sem vænta mátti uin slíkan höfðingja. Fyrst hann nú sótti kirkju, drottni einum til dýrðar, þá var svo sem auðvitað, að viðskitin yrðu báð- um í hag. í þessu var hann forsjáll, eins og' góðum bónda sómdi; vann og hamaðist eins og vitlaus maður alla virka daga vikunnar og svaf þá ekki nema rétt blákringluna úr nóttinni. En á drottinsdag sló hann tvær flugur í einu og sama högginu; — hélt hvíldardaginn heilagan, samkvæmt skaparans boðum og Móselögum, en vegsamaði hins vegar kirkjuna og guðsriki og heilaga þrenning með öllu hennar fylgdarliði. Kirkjusvefninn var honum því orðinn annað og meira en Aænjuleg nautn, sem sé fullkomin, óstöðvandi ástríða. Þessi mildiríki mal- og mjálmtónn guðsorðsins var svo dæmalaust róandi og sefandi, ef rétt var með farið. En það gerði enginn betur en hans eigin sóknarprestur, er sat á Húsafelli. Gat ekki hugsað sér nokkurn lietri en hann lil sofa undir. Það var farið að bera nokkuð á því upp á siðkastið, að Skjóni væri ekki jafn kirkjurækinn og húsbóndinn. Hvað sem þessu leið, hvort hann hefur líka ætlað að slá tvær flugur í einu höggi, taka sér frí og svíkja bóndann, þá var hitt víst, að í dag var drottinsdagur, enda þótt stúlkan hefði enga hug- mynd um þá hluti; sá hann bara koma lilaðskellandi. Var auðséð á öllu lians fasi og dásamlegri tign, að hann var sjálfs sin nú, eigin erinda og vissi hvert hann ætlaði. Naut þess nu að vera skapaður einhverja óveru öðruvisi en vera átti. Ætl- aði nú í morgunsólinni austur í Geitland, grunandi góðan íelagsskap, staðráðinn í að skella sér i Hvítá og svamki áustir í sæluna; sá sjálfan sig í anda í dunandi faldafeyki með fríðustu dömum sinnar tegundar. — Stúlkan kallaði: „Skjóni!“ Gæðingurinn spornaði við hói- um, er skruppu í um leið og hann hrökk saman til að stað- næmast og halda aftur af sér. Á dauða sínum átli hann von, en ekki þessu! Stóð nú eins og negldur við jörðina, eins og jarðfastur steinn, eins og klettur, eins og myndastytta, gerð af meistara, en þó miklu fremri mannlegri list og snilli. Og stúlkan gekk að honum, leysti af sér hestabandið sitt og hnýtti því upp í hann. Það kviknaði i henni nýtt lif og ny
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.