Eimreiðin - 01.07.1943, Qupperneq 74
250
FÓRN ÖRÆFANNA
EIMREIÐI*
um. Og.hver er það svo, sem stendur í búrinu, fyrir framan
trogið og er að skammta; lítur upp, eins og hún sé að gæta til
veðurs, með tillili til væntanlegrar gestakomu og gerir allt
eins og á að vera: einn — tvo — þrjá — kannske fjóra —
bita —. Og Skuggi-Tryggur fær mikið af beinum, öll beinin.
Ó, ó, hver er það, önnur en hún sjálf. Mikið verður Hann
glaður að sjá hana. Og hann tekur hana í faðminn og þrýstir
henni að sér og kyssir hana: „Nú ertu komin; mikið hefur
mér leiðzt að bíða. Mikil lifandi ósköp hefurðu verið lengi>
og mikil lifandi ósköp hefur þér liðið illa. En ég vissi alltaf>
að þú niundir koma.“ En hún getur ekkert sagt, bara vafið
hann örmum og grátið, hún er svo klökk og þakklát í hjarta
sinu. — Og veit ekki af sér fyrr en hún er virkilega koiniu
að túninu á Húsafelli og ríður heim traðirnar, að bænuin-
Þarna er blessuð kirkjan, Hann í bænum. Sá engan mann
úti, ekki nokkra sál, ekki hund, og bæjardyrahurðin lokuð.
Skríða upp á baðstofugluggann og guða? Nei, það var ekki
siður fyrr en eftir dagsetur, en nú var albjart, og svo inátti
hún ekki guða —• heiðinginn; festir Skjóna við hestastein-
inn á hlaðinu og ber að dyruin, eins og hún hafði svo oít
heyrt getið í Kalmanstungu.
Hún heyrir komið fram göngin, losnar frá jörðunnb
hjartað hamrar í brjóstinu — ákaft eins og ætli að springa,
hún heyrir hjartaslögin, grípur fyrir báðum höndum, tekui
andann á lofti. — — Bæjardyrahurðin opnast, sér í inoðu
einhverja veru birtast í gættinni — sortnar fyrir augum °t>
reikar eins og dauðadrukkin------— það var ekki —• Hánn.
— Ekki — Hann.
Svona getur ástin og vonin og trúin gel'ið manni sýnir o^,
gert mann blindan.
Það var griðkona, se.ni kom til dyranna.
-—• „Það grunaði mig, að einhver mundi koma frá Oal-
mannstungu; ekki gekk svo lítið á hérna snemma í morgun
í óþokkanum henni Kvensu og hundunum og köttunum, en
ég átti von á að hóndinn kæmi, en ekki þú! Þú ert n>!
gestur! Hefurðu nokkurn tima komið hér, nema til kiikj
unnar? Hvað er að sjá þig! Hvi ertu svona til reika og l,a ^
á drottinsdag; öll rennandi blaut? Sundreiðstu árnai . Og