Eimreiðin - 01.07.1943, Page 110
2SG
RITSJÁ
eimrbiðin
Halldór Kiljan Laxness: ÍSLANDS-
KLUKKAN. Reykjavík 1943. (Úts.
Helgafell.)
Höfundurinn lœtur Jicss getið, að
bókin sé ekki „sagnfræðileg skáld-
saga“. Detta er að vísu réttmæt at-
hugasemd, þó að söguhetjan hafi
að visu uppi verið á íslandi á ofan-
verðri 17. öld og sakaður um morð,
að Jiví er annáiar herma, og vissu-
lega endurspeglar sagan aldarfarið
á Islandi í svartasta miðaldamyrkr-
inu eftir siðaskiptin. Aðalpersóna
hennar er ])ó fyrst og fremst tákn-
ræns eðlis, og skoðuð í ]>ví Ijósi
mætir hún manni upp aftur og aft-
ur í sagnfræði Jiessa tímabils. Píla-
grímsganga islenzku Jijóðarinnar er
stórfellt viðfangsefni, sem hæfir
mikilvirkum liöfundi. Það viðfangs-
efni er ofarlega í huga höfundar í
Jiessari skáldsögu, sem ]>ó mun að-
eins upphaf að löngum bálki, að
]>vi er ætla má. Efnið er pislar-
ganga umkomulauss íslendings, sem
leitar réttlætis, en verður leitin
löng og erfið, eins og sú hin sama
leit hefur orðið ]>jóð hans um
liðnar aldir.
Sú eina sameign íslenzku þjóðar-
innar, sem metin varð til fjár, var
klukkan fyrir gafli Lögréttuhússins
á ÞingvöIIum við Öxará, en henni
var liringt til dóma á uiulan aftök-
um. Þessa klukku ásamt öllum öðr-
um eiri og kopar, sem fyrir finnst
í Jandinu, er að konungsboði skipað
að taka og flytja til Kaupinhafnar.
Kóngsins böðull frá Bessastöðum
framkvæmir verkið, lætur skera
niður klukkuna og brjóta, en verð-
ur við ]>á athöfn fyrir skensi munn-
hvats snærisþjófs af Akranesi, sem
er viðstaddur. Jón Hreggviðsson
heitir liann og verður síðan aðal-
sögulietjan i þessari harmkviðu um
þjáningu Islands, niðurlægingu og
nístandi fátækt undir kúgunanaldi
einokunar og fyrir fjárgræðgi út-
lendrar yfirstéttar. Þjóðin er merg-
sogin og rúin öllu verðmæti til
]>ess að auðga erlenda greifa, sein
úti í Kaupinhöfn liétu kannske von
Rósinfálk eða öði*u álíka veglegu
heiti, en þekktust aðeins af afspurn
lieima á Islandi, af því þeir höfðu
á leigu hafnirnar og verzlunina.
Þeir pindu út fé af landsmönnum
til þess að byggja upp „Kaupin-
hafn, borgina, sem danskir hafa
þegið af íslénzkum", létu dænia
menn á Brimarhólm eða til húðláts,
fyrir sakir eins og þær að neita að
róa sendimenn landfógetans yfu'
Skerjafjörð eða fyrir að hafa selt
fjóra fiska fyrir snærisspotta 1
Hafnarfirði, í stað þess að leggja
fiskana inn lijá Keflavíkurkaup-
manni. Jón Hreggviðsson kveður
Pontusrimur eldri við raust, þegar
mest blæs á móti og storkar kóngs-
ins böðli, meðan hann framkvæmu'
hýðinguna fyrir móðgun ]>á, er Jo'1
liefur sýnt sínum allranáðugasta
arfalierra með því að væna hann
um frillulífi. En liér er ekki ein
báran stök, ]>ví atvikin haga 1>V1
svo, að Jón er sakaður um morö a
þessum sama böðli nóttina eftu
liýðinguna, tekinn höndum
fluttur i svartholið á Bessastöðuni.
Þar fær hann að dúsa mánuðu.n
saman, unz mál hans cr tekiö
fyrir á alþingi og hann dæmdm
til dauða. Fyrir tilstuðlan farlama
móður og tiginnar ungmeyjar tekst
honum á siðustu stundu að flyJa
úr haldi á Þingvöllum og eftu
mikla lirakninga að komast af
landi burt með hollenzkri duggu-