Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 10
242 EIMREIÐIN sem sváfu með þær undir koddanum. Haustið, sem þær komu út, fór ég í göngur. Fyrri nóttina, sem legið var í leitarmanna- kofanum, vaknaði ég við, að gangnaforinginn eða einhver háttsettur maður í hópnum var að spyrja félaga sína, hvort þeir hefðu lesið bókina, og segja þeim frá efni hennar. Þetta atvik ásamt öðru stuðlaði að kynnum mínum við Þóri í Síð- asta fullinu, Spekinginn. Unu í Vesturey, Dísu af Skaganum, Steinunni í Haga, en umfram allt Álf frá Vindhæli, eirðar- lausa dreymandann, sem skrópaði úr skóla lífsins, lagði ann- arra líf í rústir og þorði ekki að deyja. Svo að játning sé gerð, þóttist ég finna í fari Álfs svo mikið af sjálfum mér og sumum þeim, er ég þekkti bezt, að síðan hefur mér virzt liann eitt skýrasta dæmi sumra Jrátta íslendingseðlisins í bók- menntum vorum. Minnisstæðust varð mér frásögnin um ÁU á degi dómsins, þegar hann talaði við hrukkótta prófessorinn, sem hafði varið ævi sinni í þarfir vísindanna, kafað eina báru á hafi fróðleiksins í botn, gengið til enda einn veg í myrkviðnum á eyju Jrekkingarinnar. En Álfur gaf sér aldrei tóm til að kafa neitt djúp, sá aldrei út yfir skóginn. Sem Álfur frá Vindhæli kem ég nú til Sigurðar Nordals, þegar hann er sjötugur, og þakka lionum fyrir það, sem liann hefur sótt niður í djúpið og inn í myrkviðinn og fært mér og mín- um líkum að gjöf. Ég tel öðrum skyldara en mér að rita um vísindaafrek Sig- urðar til hlítar, enda er það ekki á mínu færi. Skylt er þó að minna á það helzta. Allir vita, að hann er einn nafn- kenndasti íslendingur, sem nú er uppi. Frægð sína hefur hann einkum lilotið fyrir rannsóknir á íslenzkri bókmennta- og menningarsögu. Þann framaferil hóf hann með Jrví að geta athuganir á og skrifa doktorsritgerð um Ólafs sögu helga- Síðan rak hvert merkisritverkið annað: bókin um Snorra Sturluson, útgáfan á Völuspá með skýringum, ritgerðin tun samhengið í íslenzkum bókmenntum, útgáfa Egils sögu og fleiri fornrita, ritgerðirnar um átrúnað Egils Skalla-Grínts- sonar, Sturlu Þórðarson og Grettis sögu, Hrafnkötlu, fjölói ritgerða um íslenzka menn og erlenda frá ýmsum tínttun, erindi og greinar um heimspekileg efni, leikritið Uppstigning. fslenzk menning I. og loks mikið rit unt íslenzkar fornsögtn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.