Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 62
294 EIMREIÐIN sonar og bróðir Þorsteins prests, er þá bjó að Hálsi í Fnjóska- dal og lengi síðan. Þorsteinn prestur var atgervismaður til sálar og líkama, glímumaður mestur þeirra, er komið höfðu í Bessastaðaskóla, bréfvinur og samherji Jóns Sigurðssonar og frumkvöðull að ýmsu því í héraði, er stefndi til framfara og viðreisnar. Bjarni bóndi í Víðidal lézt þar árið 1850. Bjó ekkjan þar áfram með sonum sínum, unz Páll er var elztur þeirra bræðra, tók við búi í Víðidal. Næstur honum að aldri var Bjarni, fæddur 12. marz 1840. Hann fór í vist að Möðrudal og var síðan um skeið í vinnumennsku á Hólsfjöllum og síðar í Vopnafirði. Þar eystra kvæntist hann, er tímar liðu, og fluttust þau hjón til Vesturheims eitt fyrsta vesturferðaárið, 1873, þá nýgift. Kona Bjarna Bjarnasonar hét Gróa. Foreldr- ar hennar voru Jón Níelsson, Evertssonar Wíum og Málfríð- ur Ólafsdóttir. Þau eru kennd við Ásgrímsstaði í Hjaltastaða- þinghá. Ári síðar en Bjarni fór vestur, tók Páll bróðir hans sig upp með konu og sex börn og ákvað Ameríkuför, en þá hafði liann búið nokkur ár á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði, land- seti og nágranni Þorsteins prests föðurbróður síns. Meðan Páll beið skips á Akureyri með fjölskyldu sína, veiktist kona hans og dó. Páll hélt för sinni áfram, en skilja varð hann eftir yngsta barn sitt, tveggja ára son, í uppeldi hjá vandalausu fólki, og sáust þeir ei síðar. Bjarni og Gróa settust fyrst að í Wisconsin-fylki, en fluttust 8 árum síðar til fslendingabyggðarinnar í Dakota Territory, og þar er skáldið Páll Bjarnason fæddur, nálægt þeim stað, er þorpið Mountain stendur, 27. marz 1882. Páll ólst upp í fátækt og naut ekki skólamenntunar ann- arrar en venjulegrar barnafræðslu. Hann vann á býli föður síns við landbúnaðarstörf og var nokkra vetur við barna- kennslu. Árið 1906 flutti hann norður til Kanada og gerðist landnámsmaður í Vatnabyggðinni í Saskatchewan. Hann kvæntist 1912 Halldóru Jónsdóttur og um það leyti settist liann að í þorpinu Wynyard og átti þar heimili um tuttugn ára skeið. Fékkst hann þar við fasteignasölu og bílasölu og fleiri skyld störf. Árið 1933 fluttu þau hjón til Vancouver á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.