Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 79

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 79
ÞORPARINN 311 aðir í staðinn fyrir að refsa þeim? Ég endurtek það í síðasta sinn: hættu að fæða strákana." Veslings systir Tómasína varð að engu. Hún horfði niður fyrir sig og þurrkaði mjölið í sífellu af höndunum á svunt- unni sinni. Systir Agnes tók af sér gleraugun, sneri sér að mér 0g hleypti brúnum. „Þú, þorparinn þinn, skálkurinn þinn, eftir alla þá hneisu, sem þú hefur gert kirkjunni þinni og skólanum, ert þú svo ófyrirleitinn að standa hér frammi fyrir mér hreint á blístri af súkkulaðiköku, eplaköku" — hún leit á diskinn — „og ís- i'jóma“. Ég tvísté, en sagði ekki neitt. „Jæja, hvað getur þú sagt þér til afsökunar?" „Ekkert, býst ég við.“ Ég áleit, að bezt væri að láta strax úl mín taka, — svo að ég laut höfði og byrjaði að gráta. „Hvað sagði faðir Cooney við þig?“ spurði hún. Ég svaraði ekki, stóð bara þarna og grét hljóðlega. Það komu viprur á systur Tómasínu, og ég sá, að hún sárvor- kenndi mér, en systir Agnes var hörð sem steinn. „Og nú græturðu!" Ég kastaði mér niður á stól, faldi andlitið í höndunum og gt'ét ákaft. Ég heyrði aðeins til sjálfs mín, — um stund mælti enginn orð. Þá sagði systir Agnes: „Hann virðist þá ekki gersneyddur allri sómatilfinningu.“ Ég grét hástöfum. „Það er bezt fyrir þig að hafa þig heim.“ Ég hélt höndunum fyrir andlitinu og ráfaði til dyranna. ».Góða nótt, systir Tómasína." »,Góða nótt, James.“ „Þakka þér fyrir kökuna,“ bætti ég við kjökrandi. Þegar ég opnaði dyrnar, gekk systir Agnes til mín. Hún lagði höndina á öxlina á mér og brosti blítt og yndislega. „Ég trúi því, að þú iðrist þess, sem skeð hefur í dag.“ „Mér líður hræðilega. Öll götuljósin, og svo allar þessar kökur. Mér líður alveg hræðilega." Hún lyfti undir hökuna á mér. »»Ég er mjög leið yfir því, sem hefur skeð, en þar sem þú hefur sýnt einlæga iðrun, skulum við reyna að gleyma þessu.“

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.