Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 17
SIGURÐUR NORDAL SJÖTUGUR 249 tekið höndum saman við könnuðinn. í eftirmála að Fornum ástum gat Sigurður þess, að hugur sinn liefði á stúdentsárun- um hneigzt meir að skáldskap og draumórum en góðu hófi gegndi. Um þetta get ég ekki verið Sigurði sammála. Ef hann hefði aldrei látið eftir þessari tilhneigingu, hefðu Fornar ást- ir eigi verið skrifaðar, þulur hans og ljóð ekki verð ort, því síður hefði leikritið Uppstigning nokkurn tíma séð dagsins Ijós. Hefði Sigurður Nordal aldrei átt vingott við skáldskap- argyðjuna, varð tapið að minnsta kosti þríþætt: Vér fórum á mis við ljómandi fögur, frumleg og sérstæð skáldverk. í öðru lagi liefði vísindamaðurinn ekki lagt eins mikla rækt við það innsæi, er hlýtur að hafa verið frjóasti aflvaki verka hans. Og loks hefði annað og þurrara bragð orðið að ritsmíðum hans flestum en raun ber vitni. Marglyndi Sigurðar og — mér liggur við að segja — alúð þeirri, sem hann hefur við það lagt, má þakka þann fágæta hæfileika hans, er minnir einna mest á Snorra: hversu honum tekst að sameina vísinda- Hga gagnrýni skáldlegri frásagnarlist og listrænni túlkun. Hamingjunni sé því lof, að æskuástir Sigurðar og áður um- tæddrar gyðju kulnuðu ekki, þó að árin færðust yfir hann. Sem betur fór, lifði vel í þeim kolum og lifir enn, til ómet- anlegrar hamingju fyrir bókmenntir vorar, mál vort og menn- ingu. En þar sem þau eru einhverjar helztu líftaugar sjálf- stæðis vors og virðingar, þarf ekki frekari vitna við, hvern óauk vér eigum í horni, þar sem Sigurður er. Hér á við að fara nokkrum fleiri orðum um skáldskap Sig- nrðar. Áður voru tekin dæmi þess, hvernig Fornar ástir ork- uðu á alþýðu manna í strjálbýlli sveit. En þessi þjóðlega og Uln leið nýstárlega bók hafði ekki síður mikil áhrif á roskna •nenntamenn og unga rithöfunda. Þar óx nýjabrum á göml- Uln, heimaræktuðum stofni. Djúpskyggni á mannleg örlög, °bifanleg trú á eilíft gildi sjálfsfórnar og æðrulauss hetju- dóms, á hverju sem veltur, samúð með öllu, sem þjáist, lieið- þróað fegurðarskyn — allt birtist þetta svo að segja á hverju Hlaði, einkum í Hel. Var ekki sem völvan sjálf með sinn forna Vlsdóm og framsýni væri að benda hinni nýlega fullvalda Þjóð, en einkum skáldmönnum hennar, fram á leið með sínu storkandi stefi: Vituð ér enn eða hvat?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.