Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 83

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 83
RITSJÁ 315 lífrænni, þar brugðið ljósi yfir lið- inn tíma, sýnt samband þróunar einstaklings og heildar og lesand- anum látið skiljast, hve afdrifarík æska og uppeldi verður manninum til viðhorfs við breyttum aðstæðum. Og þarna lifa persónurnar í frásögn sinni og höfundar. Við kynnumsf ódrepandi seiglu og stælingu Stein- unnar Þórarinsdóttur í átakanlegri baráttu æskuskeiðsins fyrir lífi og heilsu, sjáum, livernig kröpp kjör, einstæðingsskapur og þjáningar bernsku og unglingsára móta líis- viðliorf og lífsstarf þessarar eðlis- jákvæðu konu og orka því, að hún helgar sig líknarstörfum og forystu- hlutverki á hagsmunavettvangi stéttar sinnar, og við minnumst hennar að lestri loknum, þar sem hún situr styrk og hugarró í her- bergi sínu og hlustar á klukkuna gömlu; sem með tifi sínu rninnir á tíinann, sem liðið hefur. sem líður og mun líða — og það jafnt þótt döpur augu þrjóti sýn og hin raun- sæja líknar- og baráttukona, sem lét stytta rúmið sitt, þegar stritið hafði beygt líkama hennar, verði ekki lengur fær um að fara líkn- andi höndum um þá, sem lífsþján- ingin hefur merkt sér... Við skilj- um Runólf í Holti, skynjum, að hann hefur verið einn þeirra fjör- manna, sem án fastrar viðmiðunar hefur notið mikilla umskipta og til- Ijrigða og stórra og nýstárlegra tíð- inda á vettvangi þessarar þjóðar og umheimsins — og enn er ávallt reif- ur, alltaf hlustandi og spyrjandi og raunar til í tuskið rétt eins og áður, ef hrörnandi líkami segði ekki: Hingað og ekki lengra. Við sjáum gjörla þá þræði, sem hafa verið aíl- vakar í lífi og starfi Eiríks Hjartar- sonar, þar sem svo heillavænlega hefur til tekizt, að gróðrarástin og gróðrarskyldan hafa haldizt í hend- ur við skilninginn á þeini miklu möguleikum til bættra lífskjara, sem sívaxandi tækni liefur veitt ís- lenzku þjóðinni. Með ánægju fylgj- um við hinum djarfa, bjartsýna drengskapar og dugnaðarmanni, Jónasi Eyvindssyni, og festum í minni þá mynd, sem í þættinum lians er brugðið upp af hinum trúa, en skapharða þjóni íslenzku þjóð- arinnar, Forberg gamla. Frásiign Jóns Bjarnasonar birtir okkur þá vitneskju, að í persónu hans hefur ólgandi athafnaþrá föðurins orðið að hugljúfu og draumrænu list- fengi, sem ekki liefur náð að njóta sín sakir þess, að arfur og aðstæður beindu lífi Jóns inn á óhagstæðar brautir og að íslenzkt menningar- líf var á æskuárum lians mun óheppilegri vettvangur listrænum gáfum heldur en það er nú. Ævi og barátta Péturs Péturssonar sýnir okkur ef til vill greinilegar en nokkuð annað, sem skrifað hefur verið, hinn geipilega mun á að- stöðu verkamannsins nú og á fyrstu áratugum þessarar aldar, svo að ekki sé lengra farið aftur í tímann — og hvernig ekki aðeins kjarabar- áttan, heldur sjálf framvinda at- hafna- og atvinnulífs hefur þar valdið straumhvörfum. Ennfremur er þátturinn af Pétri Péturssyni vel til þess fallinn að gera mönnum ljóst, hve afdrifarík hafnargerðin í Reykjavík hefur orðið fyrir ekki að- eins þessa tiltölulega miklu borg, heldur fyrir alla efnahagsþróun í þessu landi... Þá er það loks þátt- urinn af Þórarni á Melnum. Hann er fullur af lífi, enda tilsvör hvergi eins mörg í þessari bók og jafnrík af lifandi tilbrigðum. Og yfir þætt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.