Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 60
292
EIMREIÐIN
Það er mikið tómlæti, að ekki skuli liafa verið vakin rneiri
athygli hér heima á þessum bókum og höfundi þeirra en raun
er á. Þó mun liggja til þess sú höfuðástæða, að bækur þessar
liafa ekki verið sendar hér heim til sölu, og því ekki borið
fyrir augu lesenda eða þær rekið á fjörur bókagagnrýnenda,
til að vekja athygli. Væri það vel, ef einhver þau félagasam-
tök, er áhuga þykjast hafa fyrir Vestur-íslendingum og við-
Iraldi tengsla þeirra og okkar í rnilli, vildu stuðla að því að
koma bókmenntum þeim, er enn kunna að skapast á íslenzka
tungu í Vesturheimi, á framfæri meðal lesenda hér heirna.
Aðstaða rithöfunda vestanhafs til að koma bókum sínum hér
á markað er óhæg, og möguleikar þeirra til útgáfu örðugir,
ef við ekkert er að styðjast annað en smáfækkandi hóp þeirra
landa vestanhafs, er áhuga Iiafa fyrir íslenzku lesefni. Við
slíka aðstöðu eru þeim flestar bjargir bannaðar og það sýnt,
að til lítils sé að nota íslenzkt mál og tungutak til skáldmennta,
ef lesendur vanti. Hitt aftur jafnaugljóst og handvisst, að
er þeir frændur vorir hætta að nytja tunguna til bókmennta-
legra starfa, er sögu þeirra lokið.
Sá skerfur, er Vestur-íslendingar, og þá fyrst og fremst ljóð-
skáld þeirra, hafa lagt til íslenzkra nútímabökmennta, er mikill
að vöxtum og harla merkilegur til rannsóknar. Nægir í þvl
elni að benda á Stephan G. Stephansson, Kristin Stefánsson,
Jón Runólfsson, Káin og Jakobínu fohnson, svo nokkrir séu
nefndir.
En þótt mörgum hafi orðið það efni til undrunar, hversu
vel þeirn skáldum vorum vestra entist og treindist sú erfð, er
þeir fóru með úr föðurlandi, og hversu þeir þroskuðu hana
til andlegra mennta, þá hefur þó alltaf vakið mér meiri furðu,
hversu þeir menn af íslenzku kyni, sem fæddir eru vestra, þat
upp aldir og alla vega ókunnugir íslandi nema af spurn og
umsögnum annarra, hafa þó lagt merkilegan skerf til bók-
mennta þeirrar þjóðar, er þeir hafa aldrei gist. Slíkur maðu'
er Guttormur J. Guttormsson, höfuðskáld íslendinga í Vestui-
heimi síðan St. G. St. leið. Guttormur kom hér heirn sextugtu
;ið aldri og leit þá fyrst augum þá þjóð og það land, er hanu
hafði frægt í kvæðum sínum langan aldur. — Slíkur rnaður ei
og Páll Bjarnason skáld, er heima á vestur á Kyrrahafsströnd