Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 47

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 47
• • o rneíni eftir Ara Gíslason. Ari Gíslason, nú kennari í Fljótshlíð, hefur um nokkurra ára skeið Itrðazt víðs vegar um land og safnað örnefnum á vegum Þjóðminja- safnsins. Hann hefur skrifað þessa grein eftir beiðni Eimreiðarinnar. Ritstj. 1. Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt. Þannig fórust orð einu af nútíðarskáldum vorum. Ef til vill hefur skáldið staðið á hæð og horft yfir land, þar sem liann þekkti hvern hól og hverja laut, hvern hvamm og hverja hvilft, allar óæðir og öll hamrabelti, skriður, geira, flár og fles, syllurnar °g stallana, gangana og þræðingana, gilin og gljúfrin, fossana °g flúðirnar, lækina og lindirnar, ámar og fljótin, kvíslarnar °g hólmana, eyrarnar og brotin, pollana og fenin, tjarnirnar °g stöðuvötnin, kambinn og fjöruna, skerin og hleinarnar, l'nýflana og boðana, — allt með nafni. Hvað er örnefni? Flestir munu þykjast vita það, en samt sem áður skulum Ver staldra við sem snöggvast. Örnefni þýðir frumnafn, þ. e. hið upphaflega, og er notað sem safnheiti yfir nöfn þau, sem feður vorir og forfeður gáfu hinum ýmsu stöðum og kenrti- leitum á þessu landi, til þess að festa sér staðinn í minni og geta vísað á liann í hinu daglega lífi. Nöfnin eru ekki gefin lll þess að láta í ljós snilli sína í sniðugum nafngiftum, heldur ei þar um að ræða notagildi — eða þá að sérstakt tilefni hefur gelizt til nafngiftarinnar. En það var miklu sjaldnar, að sér- slakur atburður orsakaði nafnið heldur en að þörfin krefði Þess, að það yrði til. Þannig er þetta líka enn í dag. heir forfeður vorir, sem komu hér að ónumdu og nafnlausu landi, hófu þegar í stað nafngiftir. Ef vér lesum Landnámu, sJ<iuni vér víða, hvernig nöfnin eru til komin. Síðan hafa

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.