Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 42
274 EIMREIÐIN legu viðurstyggðar, sem var að festa rætur á heimilinu, en hann beit á jaxlinn og reyndi að upphugsa vörn eða ráð, sem duga mætti, þó að það vefðist mjög fyrir honum. — Hann skildi ekkert í móður sinni, og tilfinningar lians gagnvart henni virtust einhver kynlegur samhristingur af meðaumkun, fyrirlitningu og harmi blandinni reiði. Á hinn bóginn byrjaði hann strax að hata þennan aðvífandi mann — hann var ræn- ingi, liann var þjófur. Það leyndi sér lieldur ekki, að Jóhann las illskuna og andúðina í svipfari hans; en kauðinn kímdi einungis og sýndist í mesta máta öruggur og sigurviss. Og hann gerði meir en kíma, því að viki móðir drengsins sér út úr eldhúsinu, ]rá raulaði náunginn gjarnan fyrir munni sér: „Það á að strýkja strákaling, stinga lionum ofan í kolabing." Að vísu blíndi þá Jóhann á bugður og hringa vindlinga- reyksins og lét eins og enginn væri nærri staddur. En dreng- urinn skildi samt fullvel, hvað hann átti við- Það stóð á sama, hvernig liann velti þessu fyrir sér: Fra kristilegu og siðferðilegu sjónarmiði skoðað var það fullkom- in óhæfa, en þar við bættist að tarna hlaut einnig að vera öldungis réttarfarslega rangt, hugði hann, — það var sem se óverjandi, hvernig sem á það var litið. Ekki leið á löngu, þar til þriðja fyrirbærið blasti honum við augum: Undirseta sem áður, en í tilbót vafði nú móðn' hans handleggjunum um háls Jressarar mannfýlu. En þótt hann stæði þau að verki, tóku {rau svo sem ekki snöggt viðbragð að þessu sinni, leystu bara armlögin í hægðum sínum og h'kt og dæstu ögn við, vegna þess ónæðis, sem þau urðu fyrir. Þá var drengnum nóg boðið; hann Jrreif strokjárnið á eld- húsborðinu og kastaði því eins og kraftar orkuðu í áttina til þessa blygðunarlausa fants. En járnið hlunkaðist þó á gólhð áður en skotmarki næði, svo að ekkert stórslys hlauzt af. „Nonni — Nonni minn, hver ósköp ganga á fyrir þér, kjam inn þinn?“ sagði móðir hans. „Réttast væri að ég ræki þel löðrung fyrir óhemjuskapinn." „Ó-nei, góða, láttu strákinn eiga sig, þetta er blessað barh. sagði Jóhann formaður. „Við jöfnum þetta með okkur seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.