Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 73

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 73
ÞORPARINN 305 „Þú skalt ekki særa tilfinningar mínar,“ sagði ég liáðslega. „Mér geðjast ekki að snápum, sem drýgt hafa glæp og þurfa svo að fela sig bak við pilsfald til þess að komast lijá því að lenda í tugthúsinu.“ Ég reiddist þessu, en lét hann ekki verða þess varan. ,,Ruddi,“ sagði ég bara. Hann skellti aftur hurðinni og settist í bílstjórasætið. Systir Agnes sat með hendurnar í kjöltu sér. Við ókum niður Perlu- stræti og um miðbæinn. Það var nærri komið sumar, var síðasta vikan í skólanum, aðeins nokkrir dagar til prófsins. „Hvað ætlarðu nú að gera, systir Agnes?“ sagði ég. „Fyrst ætla ég að fara með þig til föður Cooney.“ Það var hreint ekki svo afleitt. Faðir Cooney flutti ekki sér- lega góðar ræður, en hann krafðist iðrunar. Maður þurfti ekki annað en beygja höfuðið og setja upp sorgarsvip, og ef einhver bar sig nógu illa, var hann viss með að gefa honum fötin utan af sér. „Faðir Cooney verður mjög óánægður yfir þessu,“ sagði ég. »Ég vildi gera flest annað frekar en hitta hann.“ „Það er skylda mín að skýra honum frá þessu,“ svaraði systir Agnes. „Ég veit það, og ég skannnast mín niður fyrir allar hellur.“ „Og svo verð ég auðvitað að segja honum föður þínum frá þessu.“ „Föður mínuml Meinarðu það, að segja honum pabba frá þessu?“ „Já, honum föður þínum.“ Faðir Cooney og faðir nrinn, Jrað var nú sitt hvað. Faðir PÚnn var sterkur og hæglátur, en aðallega sterkur, og hann Var ekkert frá því að nota kraftana. Hann var nú ekkert sér- staklega fáskiptinn heldur, og svo vantaði hann alveg ímynd- unarafl. Það var aðeins á einn hátt, sem hann útkljáði svona mál, og J^að var ekkert skemmtilegt að hugsa um Jrað. »Ég hringi til hans í kvöld,“ sagði systir Agnes. Ég hló lágt. Hún leit á mig. „Að hverju ertu að hlæja?“ »Þetta er dálítið hlægilegt," sagði ég og hristi höfuðið. „Rétt a®an> þá bað ég til guðs, og ég bað hann um að láta föður

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.