Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 30

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 30
262 EIMREIÐIN ið í fylkingarbrjósti norrænnar menningar yfirleitt. Lengi mætti verða bjart um þá norðlenzku byggð og það fólk, sem hefur búið þennan dalasvein svo vel úr garði. Hér skal engu spáð né getum að leiða. Margt hefur þó gerzt ólíklegra en Eyjólfsstaðir í Vatnsdal yrðu síðar meir eitt af helgisetrum íslands, af því að þar leit Sigurður Nordal fyrst dagsins ljós. Um þann stað gæti margan íslending framtíðarinnar átt eft- ir að dreyma og sjá fyrir sér ungan dreng, er seinna meir tefldi fram íslenzkri menningu að fornu og nýju gegn tign- ustu andans verðmætum stórjrjóðanna og sýndi hinum mennt- aða heimi fram á, að Helga í öskustónni stóðst samanburð við konungsdæturnar, þoldi þá raun, sem á hana var lögð. Hitt er þó ekki minna um vert, að gegnum brim og boða a tímans hafi skuli Sigurði hafa tekizt að varðveita bersým augans og barnið í sál sinni, undrunina yfir dásemdum til- verunnar, trúna á eilífa framför mannsins, lífið og guð. Þrjú eru Jrau íslenzk skáld, sem ég hygg, að Sigurður Nordal meti einna mest: Egil Skallagrímsson, Snorra Sturluson og' Einar Benediktsson. Um þá alla hefur Sigurður skrifað ágæt- lega og að minnsta kosti um [lá Egil og Snorra betur en nokkur maður annar, enda mun hann vera þeim andlega skyldur. Á líkinguna við Snorra var áður bent. En frændserm Egils og Sigurðar leynir sér ekki síður, ef að er gáð. I farl þeirra allra eru ríkar andstæður, sem þeim tókst þó að sætta og verða um leið samkvæmir því kjarnbezta í sjálfum ser. Annars gátu þeir ekki verið öðrum trúir, hvorki mönnum né málefnum, líkt og Egill komst að orði í Arinbjarnarkviðu: Þar stóð mér mörgum betri hoddfjöndum á hlið aðra tryggur vinur minn, sás trúa knáttak, heiðþróaður hverju ráði. Um Sigurð má segja hið sama og Egill kvað um ArinbjÖfU

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.